Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 október 2004

Stundum þoli ég ekki nútímann og öllu sem honum fylgir. T.d. þá þarf ég að breyta áætlaðri ferð okkar Skakka til danska konungsríksins þar sem Skakki er að vinna í einu af þegnríkjum þess sama konungsríkis á þeim tíma sem við ætluðum að vera í fríi.

Miðinn er keyptur hjá IcelandExpress að sjálfsögðu og þar má breyta miðum sjálfur á netinu með því að greiða 2500 krónur fyrir hverja breytingu..þeas 5000 ef maður breytir ferð fram og til baka. Ekkert mál, við borgum auðvitað okkar breytingar. En það er að finna rétta dagsetningu til ferðarinnar. Svo fr. Meinvill fer að skoða. Ég skoða nokkrar dagsetningar og velti fyrir mér kostnaði, tek þá eftir að það er sama hvaða dagsetnignu ég vel, upphæðin hækkar alltaf sem ég á að borga.. 10 þúsund í hvert skipti. Ég fæ stresskast og fatta að helvítis vélin er að rukka mig um breytingu fyrir hverja dagsetningu sem ég er að skoða. Þannig að þegar ég loksins fatta þetta þá er ég komin í 50 þúsund sem ég á að borga fyrir dagsetningar sem ég kæri mig ekki um. Þetta er nóg til þess að ég loka tölvunni og á erfitt með svefn og nú þarf ég að hringja í flugfélið og viðurkenna að ég sé svo heimsk að ég geti ómögulega skilið einfaldar leiðbeiningar á svona vefsíðu. Lífið var betra þegar einhver annar gerði mistökin!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger