Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 október 2004

Ég veit ekki hvað í ósköpunum varð til þess að ég hélt mig geta skrifað eina mastersritgerð í hvelli. Ég er bara ekki að geta það þessa dagana (og undanfarna mánuði). Umsjónarkennarinn minn er að verða þunglyndinu að bráð og það er ég líka!

Í gær fór ég til hennar á fund og hún fór að stökkva fram á gang á nokkurra mínútna fresti án nokkurra skýringa. Þegar þetta var búið að ganga svona fimmsex sinnum fór mig að gruna að þetta snerti mig og mína ritgerð. Ég var helst farin að halda að hún væri að gráta frammi og kæmi svo inn með reglulegu millibili til að sjá meira.

Það var ekki alveg svo slæmt en næstum því! Hún var að reyna að finna annan kennara til að hjálpa sér! Já! Ég er búin að fara í svo marga hringi og hún er búin að snúa mér í nokkra í viðbót svo núna sitjum við fastar og þurfum hjálp þriðja aðila. Þetta er bara eins og gott hjónaband. Þurfum á ráðgjafa að halda! Huh á þessari stundu er mér skapi næst að hætta bara við þetta allt. Hún sagði mér að bíða þar til hún hefði fengið grænt ljós frá hinum kennaranum. Ég ætti kannski bara að fara að gera eitthvað allt annað. Hætta þessu bulli bara.

Ekki er nú andskotans tölfræðin skárri. Eintómar t-töflur og z-próf, kvaðratrót og þýði, meðaltal þýðis og úrtaks, frelsisgráða, alfa villa og beta villa. Hvaða heilvita manneskja hefur gaman að svona kjaftæði? Alls ekki ég og til að kóróna það þá er einhver konukind með mér í kúrsinum sem virðist hafa gaman að þessu og er með SPURNINGAR tilbúnar. "Hvað þýðir þetta S" og kennarinn fer að skoða hvað þetta S, sem ekki hafði truflað mig neitt, þýðir og þær komast í sameiningu að því að líklegast sé formúlan röng! Einmitt! Þessi sama kona er í einhverjum öðrum kúrs og hún er búin að lesa tvisvar yfir ALLT námsefnið!! Á svona fólk sér ekki líf? Hver les yfir allt námsefnið tvisvar og það er ekki kominn miður október. Hver les yfir höfuð yfir námsefnið tvisvar, hvað þá einu sinni? Ég er ekki að fíla þetta bull í augnablikinu.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger