Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 október 2004

Ég hringdi í IcelandExpress alveg í stresskasti. Ekki batnaði stressið við bíða í óratíma með einhverju leiðindasöngli og annað slagið kom inn ensk rödd sem sagði að hann hlakkaði til að selja mér ferðtil Íslands TAKK ég ER þar, vil komast ÞAÐAN..suckers.. en loksins kom almennileg kona í símann.. hún sagði ekki beinum orðum að ég væri heimsk.. nei hún sagði með mikilli óþolinmæði: "Það STENDUR SK'YRT á skjánum þegar þú ert komin á stig 4 sem þú varst komin í" já já það gerir það eflaust en ég var bara ekki að hugsa um stig eða ekki stig, ég var bara að skoða mögulegar dagsetningar.. þá sagði hún "það eru ekki komnar neinar söludagsetningar fyrir páskana" nú.. hvað var ég þá að bóka????? Af hverju stendur þá ekki við dagsetninguna að þetta sé ekki dagsetning sem hægt er að bóka? ARG og aftur ARG.. svo finnst þeim ég vera heimsk...

en á endanum féllst konan á að eyða öllu sem ég hafði gert og ég má byrja upp á nýtt að finna dagsetningar.. ég var komin með ljósan geislabaug þegar þessu var lokið.. og augun risastór og blá (fordómar ha?). Held hún hafi fallist á að eyða þessu því hún fékk sjokk við að fatta að ég væri með miða sem kostar 18 krónur sem ég ætla ekki að nota..ég er líka með sjokk yfir því og vil ekki láta einhverju konu út í bæ vera að ýta undir það....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger