Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 janúar 2004

Skilnaður
Ég er búin að detta tvisvar í dag. Ef þetta heldur áfram verð ég búin að fótbrjóta mig fyrir hádegi. Þetta er svona dagur. Ég er að hugsa um að fara ekkert meira út fyrr en ég þarf að fara heim í kvöld.

Í kvöld ætla ég síðan að skilja. Jamm. Ég ætla að skilja. Ég og skattholið mitt sem erum búin að fylgjast að í fjölda, fjölda mörg ár ætlum að slíta samvistum í kvöld. Ég ætla að búa áfram í Hafnarfirðinum en skattholið ætlar að flytja í Grafarvog.

Við erum búin að þola súrt og sætt í nokkra tugi ára. Í þessu skattholi hafa verið geymd mýmörg leyndarmálin en undanfarið hefur það hinsvegar staðið hálftómt og safnað ryki (nóg er af því þarna í hafnarfirðinum). Við ákváðum því eftir mörg samtöl okkar á milli að komið væri að því að slíta samvistum og halda áfram lífi okkar í sitthvoru lagi. Samtölin voru að vísu nokkurs konar einræður frá minni hálfu þar sem ég reyndi að skýra sjónarmið mitt út fyrir skattholinu sem starði hálfbrostnum augum út í tómið (fullt af ryki).

Ég held að þetta verði okkur báðum fyrir bestu. Það verður samt undarleg tilhugsun að vakna á morgun og sjá að skattholið verður ekki lengur við hlið mína. Ég á eflaust eftir að sakna þess en haukurinn hefur lofað að vera mér stoð og stytta meðan þessar þrengingar ganga yfir.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger