Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 janúar 2004

Rosalega er þetta búið að vera erfiður dagur eitthvað. Ég er búin að vera hálfsofandi í allan dag og það batnar ekki. Ég held ég fari bara beint heim og leggi mig og búi mig þannig undir það að eiga helgarfrí. Annars ætla ég ekkert að eiga helgarfrí. Ég verð nefnilega að skrifa ritgerðardrögin aftur því leibeinandinn minn fer að fara til Bretlands í námsleyfi fram í ágúst. Ég verð að vera búin að fá samþykki frá henni fyrst. Sé því fram á bussí víkend eða þannig.

Stelpunöfnin hennar Auðar eru líka fín hmmm en ég held að haukurinn vilji fá að vera með í þessu og að það verði ekkert sem byrjar á H. Sem er auðvitað algjör synd því það vantar nýjan Halldór í mína fjölskyldu haha

En afhverju er Auður yfirsauðurinn? Er ég að missa af einhverju?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger