Suma daga er maður eitthvað svo miklu vonlausari en aðra daga. Kannist þið við það? Í dag er ég t.d. búin að sprauta mig í 15 daga. Ég er með sífelldan hausverk og í nótt var hann svo slæmur að ég vaknaði við hann. Ég tók einhverjar pillur og náði að sofna aftur en þegar ég vaknaði var hann enn til staðar. Ég næ þó að telja sjáfri mér trú um að þetta sé ekkert mál því markmiðið er að koma með fleiri skattþegna í þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. En stundum hugsa ég samt sem svo: "Wæ bother? Til hvers í fjandanum er ég að leggja þetta á mig þegar útkoman verður hvort eð er neikvæð? Ætti ég ekki að eyða þessum hundraðþúsundköllum í eitthvað allt annað?"
Ég hugsa þetta alltaf þegar ég er búin að hitta læknana sem eru að stjórna þessu öllu. Ég fór í morgun í blóðprufu og sónarskoðun og þá uppgötvaði dr.sónar að "hmmm það lítur út fyrir að hægri eggjaleiðarinn sé lokaður. Hvernig var þetta í spegluninni?"
Hvaða ands****** speglun spyr ég á móti en auðvitað ekki upphátt heldur bara í hljóði. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og ég hef heldur ekki farið í röntgen en það er næsta spurning hjá honum. Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta EKKI traustvekjandi. Mér finnst það ekki gott merki að þegar ég er búin að bíða í níu mánuði eftir að komast að í þessa helv**** meðferð þá uppgötvast að það er eitthvað stíflað sem á að vera óstíflað. Og ekki nóg með það heldur hafi þetta átt að sjást í skoðunum sem ég hef aldrei verið send í. Fyrir hvað er ég að borga 140 þúsund? Bara til að kvelja þennan vesæla skrokk minn? Er verið að setja fólk í eitthvað sem er fyrirfram vonlaust?
Dr. Auli sagði auðvitað ekki að þetta væri vonlaust, nei hann sagði "þetta er eflaust ekki til að stoppa neitt, en það hjálpar auðvitað ekki". Virkar það traustvekjandi? Stundum langar mig til að hætta þessu bulli og nota tímann í eitthvað allt annað. Líkurnar eru sem sagt ekki miklar á að þetta gangi. Og þær minnka alltaf. Í dag er ég í svartsýnis bölmóðinskasti.
Ég hugsa þetta alltaf þegar ég er búin að hitta læknana sem eru að stjórna þessu öllu. Ég fór í morgun í blóðprufu og sónarskoðun og þá uppgötvaði dr.sónar að "hmmm það lítur út fyrir að hægri eggjaleiðarinn sé lokaður. Hvernig var þetta í spegluninni?"
Hvaða ands****** speglun spyr ég á móti en auðvitað ekki upphátt heldur bara í hljóði. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og ég hef heldur ekki farið í röntgen en það er næsta spurning hjá honum. Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta EKKI traustvekjandi. Mér finnst það ekki gott merki að þegar ég er búin að bíða í níu mánuði eftir að komast að í þessa helv**** meðferð þá uppgötvast að það er eitthvað stíflað sem á að vera óstíflað. Og ekki nóg með það heldur hafi þetta átt að sjást í skoðunum sem ég hef aldrei verið send í. Fyrir hvað er ég að borga 140 þúsund? Bara til að kvelja þennan vesæla skrokk minn? Er verið að setja fólk í eitthvað sem er fyrirfram vonlaust?
Dr. Auli sagði auðvitað ekki að þetta væri vonlaust, nei hann sagði "þetta er eflaust ekki til að stoppa neitt, en það hjálpar auðvitað ekki". Virkar það traustvekjandi? Stundum langar mig til að hætta þessu bulli og nota tímann í eitthvað allt annað. Líkurnar eru sem sagt ekki miklar á að þetta gangi. Og þær minnka alltaf. Í dag er ég í svartsýnis bölmóðinskasti.