Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 janúar 2004

Í dag er 12 sprautudagurinn og nú eru aukaverkanirnar farnar að koma fram. Ég get sofið út í eitt. Í gær svaf ég t.d. í rúma fjóra tíma yfir miðjan daginn og fljótlega eftir kvöldmat hefði ég alveg getað farið að sofa aftur. Þetta er eitt af aukaverkununum. Síðan er það höfðuverkur. Ég er hinsvegar ekki alveg viss hvort það er vegna þessa mikla svefns, það gæti alveg verið. Höfuðverkur er þó talinn upp sem einn af fylgifiskunum.

Svo er það loftið. Maginn á mér er hreint ekki lítill á góðum degi. Hann meira segja flokkast undir það að vera frekar stór. Þessa dagana er hann hins vegar útþaninn. Mjög næs og smekklegt.

Mér er líka frekar heitt. Ég er samt ekki farin að fá hitakóf eins og ég fékk þarna sumarið 2002 þegar ég hélt að ég mundi deyja áður en sumarið liði og ég kæmist í það að láta skera kvíðahnútinn í burt. Já talandi um það. Nú var kvíðahnúturinn skorinn burtu í aðgerð sem tók rúman tvo og hálfan tíma (þetta var sko uppsafnaður kvíði) og þá hefði mar haldið að ég ætti að vera laus við kvíða það sem eftir væri. En er það svo? Nei, ég er með jafn mikinn kvíða ef ekki meiri en áður. Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að kvíðahnúturinn hefði aldrei verið tekinn. Held ég ætti kannski að kvarta við lækninn. Hann hefur kannski tekið eitthvað allt annað haha kannski bara botnlangann eða eitthvað haha

Ég vaknaði upp í kvíðakasti klukkan 3.30 í morgun. Mér leið eins og eitthvað hræðilegt væri að gerast og helst hefði ég viljað bruna í símann og hringja í alla ættingjana og athuga hvort ekki væri í lagi með alla. Róaði mig samt niður með því að ef það væri eitthvað skelfilegt að gerast þá hefði verið hringt í mig, ég þyrfti ekki að leita það uppi. Svaf samt illa það sem eftir var nætur eða þar til ég þurfti að skrölta á fætur og sinna kalli sprautunnar.

Eftir þessa 12 daga er mér farið að líða eins og dópista. Hvernig verð ég þá þegar ég þarf að sprauta með tveimur efnum? Eins og staðan er í dag getur hver sprauta tekið nokkrar mínútur, sé mig í anda þegar ég byrja að vesenast með tvær. það gæti verið í þessari viku eða næstu. Vonandi samt þessari því ég vil drífa þetta af sem fyrst svo ég geti farið að gera eitthvað annað (t.d. skrifa mastersritgerðina múha). Held annars að ég sé að breytast í karlmann því ég get bara hugsað um eitt í einu. Ætli það sé ein af aukaverkununum?? haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger