Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 nóvember 2003

Það leiðinlegasta við að koma heim frá útlöndum er að taka upp úr töskunni. Oj hvað það getur verið erfitt. Núna er ég hálfnuð og ákvað að það væri rétti tíminn fyrir bloggpásu. Taskan mín var nefnilega soldið full, þeas það var rosalega mikið í henni og hún var níðþung. Armor sagði við mig:

"Oh hvað við erum heppnar að þurfa ekki að borga yfirvigt"
Það hnussaði í mér,

"Huh, yfirvigt, þeir fara ekki að láta mann borga yfirvigt fyrir tvö kg eða svo"

"Hvað meinarðu?" segir hún

"Nú", segi ég "sástu ekki að töskurnar voru bara 41,7 kg. það borgar enginn yfirvigt fyrir það"

Hún horfði á mig þessu vorkunnar augnaráði sem ég fæ æði oft þegar ég læt mína visku út úr mér.

"Það var bara önnur taskan, hin var 37 komma eitthvað"

Huh hvernig getur þetta verið? Ekki var ég að versla. Að vísu keyptum við báðar kirkju og nokkra svona litla jólakalla og þetta var soldið þungt enda allt úr einhverju keramiki. En 40kg? Komm onn, 2metra háu skórnir vega líka soldið mikið, kannski eitt og hálft...og hvar eru þá hin 38-39 kílóin????

Þegar ég fór til Moskvu fyrir allmörgum árum var ég með stúlkukind í herbergi sem mér kom ekki saman við. En það er önnur saga. Hún var hins vegar gamall skáti eða eitthvað svona útilífsfrík og kenndi mér að pakka on í tösku, sem hefur dugað mér æ síðan og ég kem alveg lygilegu magni ofan í töskuna þannig að kannski var ég bara með svona mikið af dóti að heiman. Held að ég hafi tekið allar nauðsynjavöru nema dúnsængina og haukinn. Flest annað var í töskunni enda hún rúm 40 kg. Ég er bara ekki að skilja þetta.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger