Ásdís vinkona mín er komin til landsins!! Að vísu bara í stutta heimsókn en það er betra en ekki neitt. Ég sakna hennar nefnilega alveg skelfilega svona á stundum ;)
Og er það ekki típískt þegar fólk loksins kemur til Íslands þá er svo mikið að gera hjá manni að maður þarf allstaðar að vera huh. En svona er þetta, ég er að reyna að endurskipuleggja mig svo ég sjái eitthvað af henni meðan hún er hér ;)
Hún býr í Danmörku núna þannig að það er ekki langt að fara að heimsækja hana en ég hef samt aldrei farið. Þetta er skammarlegt. En svona er bara lífið.
Það er árlegt jólaboð fyrirtækisins á föstudaginn og stendur mikið til. Hvernig er það með þig Hrönn ertu enn inni á listanum eða voruð þið dottin út? Núna er nefnilega ekki lengur hægt að smygla inn vinum og vandamönnum því ásóknin er orðin svo mikil. Gott að ég er á lista bara sjálfkrafa haha Þetta er eini eftirsótti listinn sem ég er á og þá er það bara vegna þess að það er ókeypis fyllerí!
Annars sagði Armour öllum að ég væri búin með vínskammt þessa árs, ég hefði drukkið heil þrjú hvítvínsglös og breezer að auki í Rotterdam. Ég ætla þá bara að svindla og taka forskot á næsta ár. það ku nefnilega ekki vera skemmtilegt að drekka með sprautuskömmunum, allskonar fylgikvillar sem fylgja því, verri timburmenn og allt það. Ég er svo mikill eymingi að ég get ekki hugsað mér að vera þunn þannig að ég tek ei sénsinn á því. Og ætla því að fá mér í aðra tánna á föstudaginn.
Fiskarnir mínir eru að tapa tölunni. Mér líður eins og fiskamorðingja. Fyrst sendi ég þá í pössun í sumar og ástkærri tókst að drepa einn fljótt og vel. Síðan var búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég komst aldrei í að þrífa búrið og þá drapst sá stóri. Samt var ég búin að segja honum að maður skiti ekki í garðinn sinn, heimski fiskur. Hlustaði ekki á mig og drapst á endanum.
Haukurinn reyndi síðan að drepa ræfilinn meðan ég var í burtu en hann er kröftugur þó hann sé svona ræfilslegur og lifði allt af. Núna spriklar hann og spriklar og reynir að fá athygli. Verð held ég að kaupa annan bara svo ég fái einhvern frið. En hann verður lítill, ég nefnilega nenni ekki þessu dælustandi. Hún er að gera okkur hjúin brjáluð. Þetta er svona bakkgránd suð sem maður verður ekki var við alveg starx og svo allt í einu gerist eitthvað og það verður ærandi hávaði (hrollur hrollur). Við erum sem sagt búin að slökkva á henni. Vonandi fyrir fullt og allt. En ræflinum leiðist (ekki mér heldur fiskræflinum).
Og er það ekki típískt þegar fólk loksins kemur til Íslands þá er svo mikið að gera hjá manni að maður þarf allstaðar að vera huh. En svona er þetta, ég er að reyna að endurskipuleggja mig svo ég sjái eitthvað af henni meðan hún er hér ;)
Hún býr í Danmörku núna þannig að það er ekki langt að fara að heimsækja hana en ég hef samt aldrei farið. Þetta er skammarlegt. En svona er bara lífið.
Það er árlegt jólaboð fyrirtækisins á föstudaginn og stendur mikið til. Hvernig er það með þig Hrönn ertu enn inni á listanum eða voruð þið dottin út? Núna er nefnilega ekki lengur hægt að smygla inn vinum og vandamönnum því ásóknin er orðin svo mikil. Gott að ég er á lista bara sjálfkrafa haha Þetta er eini eftirsótti listinn sem ég er á og þá er það bara vegna þess að það er ókeypis fyllerí!
Annars sagði Armour öllum að ég væri búin með vínskammt þessa árs, ég hefði drukkið heil þrjú hvítvínsglös og breezer að auki í Rotterdam. Ég ætla þá bara að svindla og taka forskot á næsta ár. það ku nefnilega ekki vera skemmtilegt að drekka með sprautuskömmunum, allskonar fylgikvillar sem fylgja því, verri timburmenn og allt það. Ég er svo mikill eymingi að ég get ekki hugsað mér að vera þunn þannig að ég tek ei sénsinn á því. Og ætla því að fá mér í aðra tánna á föstudaginn.
Fiskarnir mínir eru að tapa tölunni. Mér líður eins og fiskamorðingja. Fyrst sendi ég þá í pössun í sumar og ástkærri tókst að drepa einn fljótt og vel. Síðan var búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég komst aldrei í að þrífa búrið og þá drapst sá stóri. Samt var ég búin að segja honum að maður skiti ekki í garðinn sinn, heimski fiskur. Hlustaði ekki á mig og drapst á endanum.
Haukurinn reyndi síðan að drepa ræfilinn meðan ég var í burtu en hann er kröftugur þó hann sé svona ræfilslegur og lifði allt af. Núna spriklar hann og spriklar og reynir að fá athygli. Verð held ég að kaupa annan bara svo ég fái einhvern frið. En hann verður lítill, ég nefnilega nenni ekki þessu dælustandi. Hún er að gera okkur hjúin brjáluð. Þetta er svona bakkgránd suð sem maður verður ekki var við alveg starx og svo allt í einu gerist eitthvað og það verður ærandi hávaði (hrollur hrollur). Við erum sem sagt búin að slökkva á henni. Vonandi fyrir fullt og allt. En ræflinum leiðist (ekki mér heldur fiskræflinum).