Jólaboðið búið og núna er hægt að hefjast handa við að undirbúa jólin. Það er að segja eftir að hafa klárað eins og eina ritgerð sem enn liggur óunnin á borðinu hjá mér ;(
En boðið var flott að venju. Uss Hrönn, þú misstir af hreint ágætis veitingum. Það var á tímabili svo þröngt að það minnti helst á Klúbbinn á gamlárskvöld, hérna í eldgamla daga (ef einhver man svo langt). Mar hreinlega stóð og ríghélt í glasið og reyndi að komast hjá því að berast með straumnum. Það var meira segja erfitt að ná í áfyllingu því það var svo þröngt og ég sá aldrei þessar stúlkukindur sem áttu að ganga um. Held helst að þær hafi líka reynt að koma sér fyrir í horni hehe
Mér vannst hinsvegar maturinn ekki eins góður og síðast og fórum við því á Grillhúsið þegar partýinu lauk. Stunduðum það helst okkur til dægrastyttingar að senda sms á karlkynsvinnufélaga okkar með ýmiskonar áreitni. Þeir brugðust flestir ókvæða við og skildu lítt í því hver hefði fallið svona fyrir þeim. Þetta varð hin besta skemmtan og af hlaust allskyns misskilningur. Held ég hafi ekki hlegið svona lengi.
Kaffi Reykjavík er búið að fá einhverja upphalningu en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki nokkurn mun nema málningin var ljósari. En það verður líka að játast að ég kom þarna síðast fyrir tveimur árum í samskonar erindagjörðum og núna. Getur því vel verið að minnið sé farið að svíkja.
Ég sá samt frostherbergið umrædda og það var töff. Það var læst þannig að ekki var hægt að fara inn í það enda kannski ekki góð hugmynd að milli 800-1000 manns séu að troða sér þar inn. En glugginn snéri að fólki. Við fengum okkur sæti fyrir neðan gluggann og það var eins og við manninn mælt, það dreif að karlmenn af ýmsum þjóðernum. Við héldum auðvitað fyrst að það væri glæsileiki okkar sem drægi menn að en svo var ekki. Það var bara frostherbergið. Karlmenn eru svotlir aular! hehe
Eftir Grillhúsið fórum við aðeins á Pizza67 til að halda áfram að hrella karlkynssamstarfsfélaga okkar og það gekk vel. Síðan var pæling að fara á Gaukinn en allir hættu við og fóru á NASA og þá nennti ég ekki meiru og fór heim ;))
Var orðin svoldið lúin í fótunum í nýju skónum mínum. Hef ekki verið í svona támjóum skóm síðan ég var pönkari á síðustu öld þannig að fótarnir mínir voru farnir að æpa af reiði. Þeir eru orðnir svo góðu vanir að þeir vilja ekki að þrengt sé um þá.
Leigubílstjórinn minn reyndist vera á fylliríi þannig að ég varð að fara með öðrum bílstjóra heim. Ókunnum bílstjóra, spáið í því! Bílstjórinn minn gaf mér samt upp nafnið á hjásvæfunni sinni og sagði mér að hringja í hann en ég var rétt búin að taka upp símann þegar hann varð rafmagnslaus! Það er svona þegar maður þarf að treysta á hleðslutæki í bílnum sínum en á ekki svona alvöru eins og allir hinir. þarf að fara að leggjast á vini og ættingja og sjá hvort einhver á ekki svona eins og eitt gamalt fyrir mig. Beiðninni er hér með komið á framfæri!!!!!
En boðið var flott að venju. Uss Hrönn, þú misstir af hreint ágætis veitingum. Það var á tímabili svo þröngt að það minnti helst á Klúbbinn á gamlárskvöld, hérna í eldgamla daga (ef einhver man svo langt). Mar hreinlega stóð og ríghélt í glasið og reyndi að komast hjá því að berast með straumnum. Það var meira segja erfitt að ná í áfyllingu því það var svo þröngt og ég sá aldrei þessar stúlkukindur sem áttu að ganga um. Held helst að þær hafi líka reynt að koma sér fyrir í horni hehe
Mér vannst hinsvegar maturinn ekki eins góður og síðast og fórum við því á Grillhúsið þegar partýinu lauk. Stunduðum það helst okkur til dægrastyttingar að senda sms á karlkynsvinnufélaga okkar með ýmiskonar áreitni. Þeir brugðust flestir ókvæða við og skildu lítt í því hver hefði fallið svona fyrir þeim. Þetta varð hin besta skemmtan og af hlaust allskyns misskilningur. Held ég hafi ekki hlegið svona lengi.
Kaffi Reykjavík er búið að fá einhverja upphalningu en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki nokkurn mun nema málningin var ljósari. En það verður líka að játast að ég kom þarna síðast fyrir tveimur árum í samskonar erindagjörðum og núna. Getur því vel verið að minnið sé farið að svíkja.
Ég sá samt frostherbergið umrædda og það var töff. Það var læst þannig að ekki var hægt að fara inn í það enda kannski ekki góð hugmynd að milli 800-1000 manns séu að troða sér þar inn. En glugginn snéri að fólki. Við fengum okkur sæti fyrir neðan gluggann og það var eins og við manninn mælt, það dreif að karlmenn af ýmsum þjóðernum. Við héldum auðvitað fyrst að það væri glæsileiki okkar sem drægi menn að en svo var ekki. Það var bara frostherbergið. Karlmenn eru svotlir aular! hehe
Eftir Grillhúsið fórum við aðeins á Pizza67 til að halda áfram að hrella karlkynssamstarfsfélaga okkar og það gekk vel. Síðan var pæling að fara á Gaukinn en allir hættu við og fóru á NASA og þá nennti ég ekki meiru og fór heim ;))
Var orðin svoldið lúin í fótunum í nýju skónum mínum. Hef ekki verið í svona támjóum skóm síðan ég var pönkari á síðustu öld þannig að fótarnir mínir voru farnir að æpa af reiði. Þeir eru orðnir svo góðu vanir að þeir vilja ekki að þrengt sé um þá.
Leigubílstjórinn minn reyndist vera á fylliríi þannig að ég varð að fara með öðrum bílstjóra heim. Ókunnum bílstjóra, spáið í því! Bílstjórinn minn gaf mér samt upp nafnið á hjásvæfunni sinni og sagði mér að hringja í hann en ég var rétt búin að taka upp símann þegar hann varð rafmagnslaus! Það er svona þegar maður þarf að treysta á hleðslutæki í bílnum sínum en á ekki svona alvöru eins og allir hinir. þarf að fara að leggjast á vini og ættingja og sjá hvort einhver á ekki svona eins og eitt gamalt fyrir mig. Beiðninni er hér með komið á framfæri!!!!!