Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 nóvember 2003

Það er nú að bera í bakkafullann lækinn að minnast á fréttir, þar sem allir virðast hafa voðalega gaman að því að setja út á villur í fjölmiðlum. Ég get hins vegar ekki stillt mig um að velta þessari aðeins fyrir mér.

Fréttin er á Visir.is og fjallar um rán um hjábjartan dag. Brotist er inn hjá fjölskyldu og m.a. stolið stórum peningaskáp. Síðan er talið upp innihald skápsins:
"Í skápnum var umtalsverð peningaupphæð en auk hans hurfu dýr úr, skartgripir, ættargripir, myndbandsupptökuvél og amerískur sælgætispoki".

Jamm einmitt það "amerískur sælgætispoki" af hverju skildu þjófarnir hann ekki eftir? Kannnski langaði þá í ammerískt nammi? Mér finnst allvaga fyndið að sakna ammeríska sælgætispokans jafn mikið og dýrra úra og myndbandsupptökuvélar en svona er verðmætamatið misjafnt hjá fólki hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger