Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 nóvember 2003

Annars fór ég út á lífið í gærkvöldi. Úff mar er svo svakalega hress bara svona á síðvetrarkvöldum. Fór á Kaffibrennsluna með Ásdísi og fengum okkur heitt súkkulaði og töluðum um allt sem hefur gerst á því eina ári sem liðið hefur frá því við sáumst síðast.

Þarna var auðvitað fullt af fólki og við fundum að við erum að verða gamlar þegar við horfðum á liðið sitja þarna í hávaðanum og spjalla í síma eins og það væri bara heima í stofu. Hvernig er þetta hægt? Ég heyrði varla sjálfa mig hugsa, hvað þá að ég hefði heyrt í símadruslunni, enda hafði ég gleymt honum heima hehe kannski ekki skrítið að ég heyrði lítið í honum

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger