Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 nóvember 2003

Æi það er nú alltaf gott að komast heim til sín ;) Það er fínt í útlöndum og allt það en ég var ægilega ánægð þegar ég lagðist í rúmið mitt í gær með dúnsængina mína og haukinn líka. Ekki að ég hafi beint verið með haukinn en hann var þarna líka.

Mér er nefnilega alltaf kalt á hótelum í útlöndum. Eina skiptið sem mér hefur ekki verið kalt er þegar ég var á Holliday Inn í Glasgow fyrir nokkrum árum (þegar ég fór með ráðgjafakellunum á námskeiðið). Þar var sæng og mér var heitt.

Mér var skítkalt í Rotterdam en í Amsterdam þá var svona hitastillir í herberginu og ég færði hann eins hátt og ég þorði og þetta var þar með besta nóttin í Hollandi hehe Ég vil ekki hafa hitasvækju en kommon að vakna í hvert sinn sem ég lendi óvart með hendi eða fót útaf komfort sóninu mínu það er alltof mikið (hrollur).

Við áttum sem sagt eina nótt í Amsterdam. Fórum því á laugardagskvöldið og kíktum á Rauða hverfið. Æi það var dapurleg sjón. Ég get ekki skilið hvernig fólk getur verið í hláturskasti yfir þessu. Mér fannst ótrúlega yfirþyrmandi að sjá stelpurnar sitja á undirfötum út í smá glugga og reyna að hreyfa sig tælandi fyrir gesti og gangandi. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég gat ekki horft á gluggana sem við löbbuðum fram hjá heldur horfði á gluggana sem voru hinum megin við síkið. Hvað í ósköpunum verður til þess að þetta er eina valið sem maður hefur um starf?

Þarna voru strákahópar, mikið af breskum gaurum í hópum og svo japanir eða einhverjir asísumenn. Smá munur á milli hópanna. Bresku strákarnir voru háværir og einir á ferð, engar konur. Þeir stoppuðu fyrir framan gluggana og hvöttu stelpurnar áfram, klöppuðu og æptu þegar þeim fannst eitthvað töff. Japanirnir voru hinsvegar með konur með sér, þeir þyrptust að gluggunum og hvískruðu eitthvað sín á milli, þær stóðu fyrir aftan og biðu. Þær reyndu ekki einu sinni að teygja til að sjá hvað gengi á, heldur bara biðu rólegar.

Við hittum Íslendinga á flugvellinum á leiðinni heim. Hjón í afslöppunarferð. Þau brugðu sér inn á eitthvað sjóv og borguðu 75 evrur fyrir. Ég hefði frekar keypt mér skó en ágætir skór eru á bilinu 64-75 evrur. Svona er smekkurinn misjafn. Þau sögðu að þeim hefði verið boðið dóp í stórum stíl, bara nefndu það, allar sortir. Við löbbuðum hinsvegar gegnum allt hverfið fram og til baka og ekki einn sölumaður reyndi að selja okkur og ekki bara það heldur sáum við enga sölumenn.

Ég hafði það af að arka allan daginn um Amsterdam og kaupa ekkert nema eina vöfflu með súkkulaði. Öðru vísi mér áður brá. Einu sinni hefði maður bara tekið borgina á línuskautum og sett út hendurnar og keyptt allt sem maður náði í. Það var sko ekki svoleiðis núna. :))

Að vísu keypti ég eitthvað smá í Rotterdam en gamlareyndum verslunarhauki eins og mér fannst það ekki merkilegt. Hvað eru einar buxur og skór milli vina? Annars keypti ég mér jólakirkju með ljósi inn í. oooooo það verður svo fínt hjá mér um jólin.

Mig er búið að langa í svona kirkju í mörg herrans ár en einhvern veginn aldei séð svona á réttum stað eða tíma. Þessi er allveg brilljant. Þetta er svona hluti af jólaþorpi og maður getur keypt litlar fígúrur með, kall í stiga að mála jólaskilti, litla stráka að flýta sér í kórinn í hvítu sloppunum sínum með jólakarolana undir hendinni ægilega flott, það verður svo fínt hjá mér að það er ekki fyndið.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger