Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 maí 2003

Meðan haukurinn svaf á sínu græna eyra staulaðist ég fram í morgunrökkrinu (eiginlega var albjart en þetta hljómar betur) fann til sprautuna mína og með skjálfandi höndum sprautaði mig!
ÚFF
Ég veit ekki hvað mörgum sinnum ég tékkaði á því að það væri örugglega dropi efst, eins gott að hjúkkan sá mig ekki því nóg tautaði hún um það hvað lyfið væri dýrt (37.500 kr) og eins gott að spilla engu!
Og svo.........
var eins og ég hefði fengið vítamínsprautu því ég settist við tölvuna og er búin að hanna nýja bloggsíðu á lestat síðunni minni. Þarf bara aðeins að laga Lestat fyrst því hún er soldið úr sér gengin ;)))))
Þannig að nýja bloggsíðan fer kannski í loftið um næstu helgi....hows that?
Held að vísu að ég geti ekki verið með commenta kerfi þar því þetta er ekki eiginleg bloggsíða í víðustu merkingu þess orðs heldur bara svona skrifsíða..og þá vantar einhverjar skipanir þannig að bloggcomment virki..en hver veit nema ég verði rosa flink síðar ;)))))
og nú langar mig að fara að sukka í kringlunni eða smáralindinni, á að vísu engan peninging en það venst.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger