Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 maí 2003

Þetta er nú soldið sorglegt með þessa flottu stráka sem eru búnir að ganga um allan bæinn eins og þeir eigi heiminn. Eiginlega þá riðar heimsmynd mín svoldið mikið í augnablikinu. Það kemur nefnilega í ljós núna þegar búið er að handtaka þá, að peningamálin eru í gjörsamlega einum haug. Mér finnst skrítið hvernig svona ungir strákar virðast geta vafið bankakerfinu um fingur sér og tekið hvert miljónalánið á fætur öðru og veðsett íbúðir sem eru löngu veðsettar upp í topp og gott betur en það. Þeir hljóta að vera mjög tunguliprir og flinkir að brosa! Þetta er svosum alveg eins og þetta var í bankanum, strákarnir sem unnu við skemmtibissnissinn og áttu flottu bílanana voru alltaf í bankanum að reyna að redda smápeningum fyrir þessu eða hinu (rafmagni eða síma) en litu samt út eins og þeir ættu heiminn og við þessi smámenni í bankanum værum eiginlega bara fyrir þeim á leið til göfgugri verka (opna nýja skemmtistaði)! Æi þetta er ljótt af mér, ég veit það en stundum er ég bara svört í sálinni!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger