Ég var heima í dag. Ég er nefnilega komin með svo mikla vöðvabólgu að hún er komin hringinn! Já ég veit að þá er eflaust vitleysa hjá mér en ef hverju er ég þá með svona mikla verki í herðunum, hálsinum og brjóstvöðvunum? Ahah, þú átt ekkert svar við því þannig að mín ágiskun er eflaust rétt ;)
Í gær fór á ég á nornakvöld að morgni til!
Hauknum fannst það púkalegt!
"hver kuklar á sunnudagsmorgni á hábjörtum degi??"
Heyrðu for jor infó, þá er hábjart allan sólarhringinn og ekki nokkur leið að gera þetta öðruvísi en í björtu. Við vorum í Kefló og þetta var þrælspennandi. Marín er að fara til útlanda samkvæmt spilunum og við vorum allar mjög hissa þangað til við mundum eftir því að hún er að fara til London tvær ferðir í röð með viku millibili eða svo ;)) Við hinar fengum okkar venjulega spár; berjast og safna liði og allt það! Og það munum við auðvitað gera. Mín sagði að vísu að ég væri að safna peningum, það er gleðileg frétt og ég vona bara að ég verði vör við það hehe
Leiksýning
Aníveis..við fórum í leikhús í gær. og það var sko dularfullt. Ekki að við færum í leikhús, jú líka það því það er ekki eins við séum alltaf í leikhúsi. Nei það var samt leikhúsið sjálft sem var þræl dularfullt. Þetta var leikrit hjá Leiksmiðjunni sem er tilraunaleikhús á vegum Þjóðleikhússins og leikritið var sýnt á Smíðastofu Þjóðleikhússins. Þetta var sem sagt leikritið Herjólfur er hættur að elska Og gósh var maðurinn hættur að elska, hann var svo mikið hættur að elska að hann var orðinn snar snældu brjálaður og vel það. Með kulda í hjartanu og krabbamein í sálinni! En byrjum á byrjuninni.
Sýningin var klukkan 4 að degi til og þarna söfnuðust við saman fyrir utan húsið og annað slagið kom út kona í einkennisjakka eins og strætóbílstjóri og sagði að þetta væri alveg að koma..skrítið en þetta átti eftir að verða enn skrítnara. Við biðum og biðum og á endanum kom sú strætóklædda út og sagði að nú mættum við koma inn, en bara 15 í einu! Við tróðum okkur í fyrsta hópinn þar sem við vorum fyrst til að mæta (vorum svo mikið fyrst að við lögðum bilnum á fremsta bekk eða þar um bil) og flýttum okkur inn. Þegar 15 manns voru komnir inn skelltist hurðin í lás á bak við okkur og við stóðum í niðamyrkri. Það fór um mig kuldahrollur og ég hugsaði með mér að nú hefðum við látið plata okkur, þetta væri eitthvað skrítið á ferðini og þá kviknaði á vasaljósi sem sveimaði yfir hópinn og draugaleg rödd sagði að ef við vildum fara úr utanyfirflíkum skyldum við gera það N'UNA og ef við þyrftum að pissa þá væri síðasti séns og sá sem þyrfti þess skyldi ætti að elta ljósið og við hin biðum á meðan. Þó ég hefði verið í spreng dauðans þá hefði ég ekki getað hugsað mér að pissa! Í niðamyrkri, hver getur það á ókunnu klósetti..eða kannski var kveikt á vasaljósinu og konan stóð yfir..úlalalala nówei og enginn gaf sig fram til að pissa. Allan tímann sem þetta gekk yfir (það var eins og óratími liði þarna í myrkrinu) þá heyrðist glamra í keðjum og furðuleg rauðljós djöflðust ógreinilega einhverstaðar við enda veraldarinnar! Gosh þetta var krípí!
Eftir óratíma skipaði röddin okkur að fylgja ljósinu og finna sætin okkur! Ég er auðvitað blindara en allt sem blint er í svona myrkri með smá ljósglæru í, þannig að ég ríghélt í hendina á hauknum og hann hálfdróg mig áfram þar til við fundum sætin..röddin alltaf jafnkrípi skipaði öllum að fá sér sæti og setjast eins innarlega og hægt væri svo allir kæmust fyrir. Mér var farið að líða eins og Janet í Rocky Horror..og á sviðinu sem við þurftum að staulast yfir til að fá sæti var ógreinilega snara í hálfmyrkrinu. Ég settist og hjartað gjörsamlega barðist í brjóstinu, hvað næst?
Já við biðum eftir næsta hópi og það var nokkuð fyndið að sjá þau staulast yfir gólfið að elta ljósið..þetta tók smá tíma og við biðum þarna öll í myrkrinu eins og leidd til aftöku eða eitthvað þaðan af verra!
Skyndilega skall ljósbjarmi á áhorfendum og maður sem var eins og hann hefði á sér hræðilega grímu byrjaði að æpa að hann væri hættur að elska og honum væri kalt í hjartanu: Það tók mig smá tíma að átta mig á því að maðurinn var ekki með grímu heldur svona vasaljós eins námugrafarmaður frá Weils..(hef ekki séð marga solleis en þessi var samt alveg eins)..og svo byrjaði sýningin með samspili af ljósum, einræðum, og skuggum sem flöktu einhvern veginn í útjaðri þess sem mar gat séð..og snaran reyndist vera róla og hjartað já jhartað umrædda það var logandi rautt..í myrkrinu var það eins og það slægi tik takk, tik takk og kannski ögn hraðar en það!
Þetta var stórkostleg sýning, alltaf á jaðri þess óraunverlulega og ljós og skuggar sem spiluðu saman eins aðalleikendur í leikritinu! Og allt verkið sátum við í myrkrinu og þurftum að horfa til hægri og vinstri og leita eftir því hvar leikendur mundu birtast næst. Snilldarleg útfærsla og frábær upplifun.
Mér skildist á Auði að aðeins væru 4 sýningar þar sem þetta væri hluti af tilraunaleikhúsinu, en ég hefði ekki viljað missa af þessu!
Í gær fór á ég á nornakvöld að morgni til!
Hauknum fannst það púkalegt!
"hver kuklar á sunnudagsmorgni á hábjörtum degi??"
Heyrðu for jor infó, þá er hábjart allan sólarhringinn og ekki nokkur leið að gera þetta öðruvísi en í björtu. Við vorum í Kefló og þetta var þrælspennandi. Marín er að fara til útlanda samkvæmt spilunum og við vorum allar mjög hissa þangað til við mundum eftir því að hún er að fara til London tvær ferðir í röð með viku millibili eða svo ;)) Við hinar fengum okkar venjulega spár; berjast og safna liði og allt það! Og það munum við auðvitað gera. Mín sagði að vísu að ég væri að safna peningum, það er gleðileg frétt og ég vona bara að ég verði vör við það hehe
Leiksýning
Aníveis..við fórum í leikhús í gær. og það var sko dularfullt. Ekki að við færum í leikhús, jú líka það því það er ekki eins við séum alltaf í leikhúsi. Nei það var samt leikhúsið sjálft sem var þræl dularfullt. Þetta var leikrit hjá Leiksmiðjunni sem er tilraunaleikhús á vegum Þjóðleikhússins og leikritið var sýnt á Smíðastofu Þjóðleikhússins. Þetta var sem sagt leikritið Herjólfur er hættur að elska Og gósh var maðurinn hættur að elska, hann var svo mikið hættur að elska að hann var orðinn snar snældu brjálaður og vel það. Með kulda í hjartanu og krabbamein í sálinni! En byrjum á byrjuninni.
Sýningin var klukkan 4 að degi til og þarna söfnuðust við saman fyrir utan húsið og annað slagið kom út kona í einkennisjakka eins og strætóbílstjóri og sagði að þetta væri alveg að koma..skrítið en þetta átti eftir að verða enn skrítnara. Við biðum og biðum og á endanum kom sú strætóklædda út og sagði að nú mættum við koma inn, en bara 15 í einu! Við tróðum okkur í fyrsta hópinn þar sem við vorum fyrst til að mæta (vorum svo mikið fyrst að við lögðum bilnum á fremsta bekk eða þar um bil) og flýttum okkur inn. Þegar 15 manns voru komnir inn skelltist hurðin í lás á bak við okkur og við stóðum í niðamyrkri. Það fór um mig kuldahrollur og ég hugsaði með mér að nú hefðum við látið plata okkur, þetta væri eitthvað skrítið á ferðini og þá kviknaði á vasaljósi sem sveimaði yfir hópinn og draugaleg rödd sagði að ef við vildum fara úr utanyfirflíkum skyldum við gera það N'UNA og ef við þyrftum að pissa þá væri síðasti séns og sá sem þyrfti þess skyldi ætti að elta ljósið og við hin biðum á meðan. Þó ég hefði verið í spreng dauðans þá hefði ég ekki getað hugsað mér að pissa! Í niðamyrkri, hver getur það á ókunnu klósetti..eða kannski var kveikt á vasaljósinu og konan stóð yfir..úlalalala nówei og enginn gaf sig fram til að pissa. Allan tímann sem þetta gekk yfir (það var eins og óratími liði þarna í myrkrinu) þá heyrðist glamra í keðjum og furðuleg rauðljós djöflðust ógreinilega einhverstaðar við enda veraldarinnar! Gosh þetta var krípí!
Eftir óratíma skipaði röddin okkur að fylgja ljósinu og finna sætin okkur! Ég er auðvitað blindara en allt sem blint er í svona myrkri með smá ljósglæru í, þannig að ég ríghélt í hendina á hauknum og hann hálfdróg mig áfram þar til við fundum sætin..röddin alltaf jafnkrípi skipaði öllum að fá sér sæti og setjast eins innarlega og hægt væri svo allir kæmust fyrir. Mér var farið að líða eins og Janet í Rocky Horror..og á sviðinu sem við þurftum að staulast yfir til að fá sæti var ógreinilega snara í hálfmyrkrinu. Ég settist og hjartað gjörsamlega barðist í brjóstinu, hvað næst?
Já við biðum eftir næsta hópi og það var nokkuð fyndið að sjá þau staulast yfir gólfið að elta ljósið..þetta tók smá tíma og við biðum þarna öll í myrkrinu eins og leidd til aftöku eða eitthvað þaðan af verra!
Skyndilega skall ljósbjarmi á áhorfendum og maður sem var eins og hann hefði á sér hræðilega grímu byrjaði að æpa að hann væri hættur að elska og honum væri kalt í hjartanu: Það tók mig smá tíma að átta mig á því að maðurinn var ekki með grímu heldur svona vasaljós eins námugrafarmaður frá Weils..(hef ekki séð marga solleis en þessi var samt alveg eins)..og svo byrjaði sýningin með samspili af ljósum, einræðum, og skuggum sem flöktu einhvern veginn í útjaðri þess sem mar gat séð..og snaran reyndist vera róla og hjartað já jhartað umrædda það var logandi rautt..í myrkrinu var það eins og það slægi tik takk, tik takk og kannski ögn hraðar en það!
Þetta var stórkostleg sýning, alltaf á jaðri þess óraunverlulega og ljós og skuggar sem spiluðu saman eins aðalleikendur í leikritinu! Og allt verkið sátum við í myrkrinu og þurftum að horfa til hægri og vinstri og leita eftir því hvar leikendur mundu birtast næst. Snilldarleg útfærsla og frábær upplifun.
Mér skildist á Auði að aðeins væru 4 sýningar þar sem þetta væri hluti af tilraunaleikhúsinu, en ég hefði ekki viljað missa af þessu!