Fullur poki af nálum og lyf fyrir marga, marga daga! Og ég búin að skjóta einu sinni í magann 50 mg af einhverjum óþverra!
Þá er það framhaldssagan um læknana og viðskipti mín við þá! Ekki veit ég alveg hvað gerist um leið og nafnið mitt kemur til læknanna í þessu ferli öllu saman, það er eins og allt fari í baklás og gott betur en það. Þrjá mánuði þurfti ég bíða eftir að Gummi læknir svaraði Kristínu lækni til að gefa mér tíma til að koma í aðgerð. Síðan hringdi hann með viku fyrirvara og sagði að nú gæti ég farið eða bíða fram í nóvember! Mánuði eftir aðgerðina fékk ég bréf um að nú væri komið að mér og vinsamlega staðfestu tímann sem fyrst. Ég gerði ekkert með það enda enn að jafna mig eftir aðgerðina sem nú var kominn tími á að ég færi í. Tveimur vikum seinna kemur ítrekun um að ég verði að staðfesta tímann, þannig að ég hringdi og sagðist vera búinn að fara! Konan greinilega trúði mér ekki og margspurði hvort ég væri viss um að ég hefði farið á Landspítalann. Gosh nei ég er bara ekki viss, var það kannski ekki bara einhver annar spítali..Þetta eru hálfvitar.
En nú er það stig tvö: Ég átti að fara í blóðprufuna um aids og rauða hunda í mars og þurfti að ýta einu sinni við lækninum eftir að hafa hringt út um allan bæ til að leita hvert hann hefði sent beiðnina. Hún kom svo á endanum og við haukurinn fórum ægilega ánægð og létum mæla allt okkar fína blóð. Þetta var fyrir tveimur mánuðum. Í dag fer læknirinn yfir niðurstöðurnar og segir "Úps þú ert með svona lág gildi á rauðum hundum" Úps hvað?? Hvað þýðir það? Jú samkvæmt henni þýðir það að ég gæti fengið rauða hunda.."hmmmm nei við skulum ekki fresta meðferðinni að þessu sinni en þú verður að fara strax til heimilislæknis ef meðferðin heppnast ekki og fara í rauðu hunda sprautu!"" Ok ég lofa því.
Þá er það sónarinn! Mín orðin svo flink að fara til svona læknis að hún er sko farin að fylgjast með öllu á skjánum og gæti eins vel verið í naglasnyrtinu þetta er svo lítið mál..en nei...."úps þarna er blaðra"..og ég spyr eins og fávís kona "hvernig blaðra er það (en hugsaði með mér, læknisasni þetta er örugglega gallblaðra og hún Á að vera þarna"..Og svarið kemur um hæl, "þetta er blaðra á öðrum eggjastokknum, ertu búin að fara í kviðarholsspeglun?"
Kviðar hvað??
Speglun hvað???
Nei ég er EKKI búin að því af því dr gummi sá enga blöðrur og sá ekkert athugavert!
Stuna
"..hmmmmm, nei við skulum ekkert vera fresta þessu núna, þetta er ekki svo stórt"
Já já ég veit að sumar konur eignast börn án þess að þurfa læknishjálp en hvernig fara þær að því????? Ekki eru þær í kviðarwhatever eða tékki á hundum eða aids...nei mér finnst furðulegt að nokkurri konu takist að eignast börn og sumar eiga mörg.. Þetta er mjög SKRÍTIÐ!!!!!!
Nú er það bara spurning hvað kemur næst!
En sem sagt ef þetta heppnast ekki þá fer ég í rauðu hundasprautu í júlí ligga ligga lá.........
Þá er það framhaldssagan um læknana og viðskipti mín við þá! Ekki veit ég alveg hvað gerist um leið og nafnið mitt kemur til læknanna í þessu ferli öllu saman, það er eins og allt fari í baklás og gott betur en það. Þrjá mánuði þurfti ég bíða eftir að Gummi læknir svaraði Kristínu lækni til að gefa mér tíma til að koma í aðgerð. Síðan hringdi hann með viku fyrirvara og sagði að nú gæti ég farið eða bíða fram í nóvember! Mánuði eftir aðgerðina fékk ég bréf um að nú væri komið að mér og vinsamlega staðfestu tímann sem fyrst. Ég gerði ekkert með það enda enn að jafna mig eftir aðgerðina sem nú var kominn tími á að ég færi í. Tveimur vikum seinna kemur ítrekun um að ég verði að staðfesta tímann, þannig að ég hringdi og sagðist vera búinn að fara! Konan greinilega trúði mér ekki og margspurði hvort ég væri viss um að ég hefði farið á Landspítalann. Gosh nei ég er bara ekki viss, var það kannski ekki bara einhver annar spítali..Þetta eru hálfvitar.
En nú er það stig tvö: Ég átti að fara í blóðprufuna um aids og rauða hunda í mars og þurfti að ýta einu sinni við lækninum eftir að hafa hringt út um allan bæ til að leita hvert hann hefði sent beiðnina. Hún kom svo á endanum og við haukurinn fórum ægilega ánægð og létum mæla allt okkar fína blóð. Þetta var fyrir tveimur mánuðum. Í dag fer læknirinn yfir niðurstöðurnar og segir "Úps þú ert með svona lág gildi á rauðum hundum" Úps hvað?? Hvað þýðir það? Jú samkvæmt henni þýðir það að ég gæti fengið rauða hunda.."hmmmm nei við skulum ekki fresta meðferðinni að þessu sinni en þú verður að fara strax til heimilislæknis ef meðferðin heppnast ekki og fara í rauðu hunda sprautu!"" Ok ég lofa því.
Þá er það sónarinn! Mín orðin svo flink að fara til svona læknis að hún er sko farin að fylgjast með öllu á skjánum og gæti eins vel verið í naglasnyrtinu þetta er svo lítið mál..en nei...."úps þarna er blaðra"..og ég spyr eins og fávís kona "hvernig blaðra er það (en hugsaði með mér, læknisasni þetta er örugglega gallblaðra og hún Á að vera þarna"..Og svarið kemur um hæl, "þetta er blaðra á öðrum eggjastokknum, ertu búin að fara í kviðarholsspeglun?"
Kviðar hvað??
Speglun hvað???
Nei ég er EKKI búin að því af því dr gummi sá enga blöðrur og sá ekkert athugavert!
Stuna
"..hmmmmm, nei við skulum ekkert vera fresta þessu núna, þetta er ekki svo stórt"
Já já ég veit að sumar konur eignast börn án þess að þurfa læknishjálp en hvernig fara þær að því????? Ekki eru þær í kviðarwhatever eða tékki á hundum eða aids...nei mér finnst furðulegt að nokkurri konu takist að eignast börn og sumar eiga mörg.. Þetta er mjög SKRÍTIÐ!!!!!!
Nú er það bara spurning hvað kemur næst!
En sem sagt ef þetta heppnast ekki þá fer ég í rauðu hundasprautu í júlí ligga ligga lá.........