Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 maí 2004

Annars ríkir mikil gleði í mínum herbúðum þessa helgina! Þetta er nefnilega þriggja daga helgi og ég er þess fullviss um að núna séu bænir mínar til almættisins farnar að virka. Ég nefnilega fer að sofa á hverju kvöldi með þá síðustu hugsun í kollinum að "mikið vildi ég að allar helgar væri þriggja daga"!

Núna hefur það loksins gerst og ég er þess fullviss um að þetta er bara fyrsta helgin af mörgum úuuaaaaaaa .. og í tilefni þess ætla ég að pumpa í dekkin á hjólinu mínu, setja nýja lensið í stýrurnar, grafa upp gamla, þreytta hjálminn minn og fara eina titrandi gamalmennisferð á hjólinu mínu!

Þetta hjól lítur út eins og nýtt. Blátt og fallegt. Það hafa samt verið farnar tvær ferðir á því síðan það var keypt fyrir tveimur sumrum: Eina ferð fór ég til moms og eins tók ég einn hring um hverfið. það er alveg ótrúlegt hvað hjólið lítur vel út eftir þessa notkun!
Bike Riding

Eftir mikla spennu og baktjaldamakk hafði deildin loksins sigur! Þetta er búið að taka nokkur ár og við töldum sigurinn vera í höfn á þessu ári þar til við skoðuðum hugmyndir annarra deilda: Ein deildin mætti með lifandi kjúklinga í glerbúri. Önnur deild klæddi 7 mánaða son deildarstjórans í grímubúning og hampaði honum! Mín deild hefur ekki svona úrræði. Við eigum ekki börn (ÓRÓ á stór börn og það virkar ekki í svona) og enn síður dýr. Síðasti fiskurinn dó í vikunni þannig að ekki ekki leit vel út fyrir deildinni minni. EN.. við erum annálað matarfólk! Og á því renndum við inn í keppnina og unnum sigur úr býtum fyrir bestu móttökurnar:
Við unnum því hádegisverðarhlaðborð á einhverjum pizzustað og vorum æði glöð með það, jafnvel þó starfsmenn deildarinnar séu annaðhvort í megrun eða með magabólgur og megi ekki borða neitt sterkt. Við púum á það og mætum hress í pizzurnar:
We're Number One

28 maí 2004

Hreingerningarverkur
Ég er komin með hálsríg og höfuðverk. Axlirnar eru komnar með nóg og nefnið fullt af ryki. En afrek dagsins er að ég er búin að klára bunkana mína og skrifborðið er orðið tómt. Það er svo mikið speis að ég get farið að búa til nýja bunka og meira rusl. Ég er farin að dansa í tómu rýminu

Tiltektardagur
Eftir daginn verður skrifborðið mitt skínandi og skápurinn vonandi tómur! Er búin að sitja og klippa út myndir með armour til að skreyta veggina og annað. Við viljum vinna verðlaun. Það verður grátur og gnístran tanna ef svo verður ekki!

27 maí 2004

Á vinnustað mínum er skylda að nota stimpilkort. Þessi ágætu kort notar maður til að sanna að mar hafi mætt í vinnuna á réttum tíma og farið heim vel eftir lokun. Þessi kort eru líka notuð til kaupa á salati um miðjan dag til að geta þrifist á vinnustaðnum fram yfir lokun.

Meinvill er þekkt fyrir afburða skipulagshæfileika í annarra þágu. Þessa hæfileika næ ég einhvern veginn ekki að yfirfæra á eigið líf og því kemur stundum fyrir að ég týni út úr höndunum á mér ákveðnum hlutum sem þarf að nota í daglegu lífi. Stimpilkortin eru hluti af þessu og til þess að mæta þeirri kvöð að lenda ekki í "kortlaus maður aftast í röð" (sem er slagorð búið til af fólki sem aldrei týnir neinu) þá brá ég á það ráð að biðja konuna sem sér um að rífa upp salatið og raða á diskana að geyma mitt eðalfína stimpilkort.

Þóttist góð og gleymi nú aldrei kortinu. En lífið er aldrei einfalt. Á vinnustað mínum vinna menn sem vilja ekki borða grænan mat og segjast ekki fá þá fyllingu að þeir nái að endast fram yfir téðan lokunartíma. Þeir fá því bjúgu á allt öðrum stað en ég fæ salatið. Stundum langar mig ekki heldur í grænan mat og skunda þá á bjúgnastaðinn. Þá kemur fyrir að ég uppgötva á síðustu stundu að ég er ekki með stimpilkort og gæti því ekki fengið afhentan bjúgnaskammtinn minn nema fara aftast í röðina þar til allir eru hættir að koma í röð.

Þessu mæti ég með einskærri útsjónarsemi: Ég hef fengið herrann í launadeildinni til að útbúa fyrir mig nýtt kort sérstaklega ætlað bjúgum. Þetta kemur ekki oft fyrir, kannski svona tvisvar til þrisvar sinnum.

Ég hef verið að gera jólatiltekt heima hjá mér og hr.meinvill. Við vorum ekki í stuði síðustu jól fyrir svoleiðis hamagang og nú er að styttast í næstu þannig að ekki er verra að byrja. Í þessari tiltekt hef ég verið að rekast á stimpilkort sem er búið að vera að flækjast eitthvað fyrir mér. Ég set það í töskuna mína en einhvern veginn hef ég verð að rekast á það aftur og aftur.

Í gær hellti ég diet pepsi-i í töskuna mína. Það var gert til að athuga hvort hún læki (hún gerði það ekki). Í hamaganginum við að reyna að bjarga ógreiddum reikninum og gleraugnareseftum úr töskunni rek ég hendina í eitthvað lítið og ferkantað.. ahhn stimpilkortið. Ég dreg það upp.. ahhh aftur eitthvað lítið og ferkantað.. ég dreg það upp.

Þið getið ímyndað ykkur undrun mína þegar ég taldi tíu eða ellefu stimpilkort sem komu úr töskunni. Það hefur einhver SETT þau þar!!!

26 maí 2004

Það býr lítill drengur á hæðinni fyrir neðan mig. Hann eignaðist litla systur í mars og núna er hann fullviss um það að ég hafi mikla löngun til að stela vagninum og systurinni með! Þegar við mætumst í stiganum hvessir hann á mig augunum og verður illilegur á svipinn. Ef ég segi hæhæ, eða góðan daginn.. verður hann enn illilegri á svipinn og hvæsir "ég á þetta, ekki taka"

Lít ég út fyrir að vera barna- eða vagnræningi?

25 maí 2004

Fór og þrammaði kringum Vífilstaðarvatn í gær. Nú eru flugurnar horfnar en í staðinn kom krían. ÚFF ég held að flugurnar hafi verið skárri en þessi ófögnuður. Þarna geng ég í sakleysi mínu og yfir höfði mér gargar krífloti Íslands (4-5 kríur). Þetta er þó til eins góðs: Ég fer nefnilega mun hraðar yfir með kríuófétin gargandi yfir hausnum á mér

En furðulegt, það hefur týnst ein færslan hjá mér. Þetta bloggsystem verður æ furðulegra. Þetta var nú svo sem ekki merkileg færsla en mér finnst samt duló að hún skuli ekki koma fram þegar hún sést hér þar sem ég skrifa og það stendur við hana að það sé búið að birta hana. Svona er lífið skrítið.

24 maí 2004

Klipping
Hrönn spyr hvaða svona fínheita klipping kostar: Músarlitur og dund í 3 tíma.. Þetta kostar svo mikið sem 10 þúsund kalla. Venjulega borga ég 6þúsund og fimm hundruð. Ég vissi að þessi væri dýrari en mig langaði svo að prufa eitthvað ALLT annað. Ég er að verða sátt við litinn en það er samt soldið hysterískt að hugsa til þess að ég er að borga fleiri hundrað krónur til þess að fá minn eiginn lit...mar er ekki klikk!

Sænski nýbúinn bróðir minn á afmæli í dag. Hann á alltaf afmæli á þessum tíma árs. Til hamningju með daginn!

Verst að hann er svo langt í burtu að ekki er nein von um að fá súkkulaðiköku

Bróðir minn er æði sérvitur eins og ætt mín öll. Þegar hann var ungur drengur þá var súkkulaðikaka það besta sem hann gat fengið. En hann var sérvitur í áti sínu og ef kakan stóð ekki uppi á rönd á disknum þá neitaði hann að borða hana. Hann grét og lét öllum illum látum þangað til mamma eða amma (ef hann var í sveitinni) náðu í nýja sneið. Það þýddi ekki að rétta sneiðina við, nei hann vildi nýja sneið og þar sem drengurinn var (og er)þverari en and******* þá var auðveldara að láta undan honum heldur en reyna að fá hann til breyta um skoðun. En hvað ætli hafi orðið um allar sneiðarnar sem lágu á hliðinni?

Það er ekki langur tími síðan ég grét hér fögrum tárum yfir einskærri leti minni. Þau tár eru varla þornuð og ég er farin að grenja yfir leiðindum. Það er að vísu afskaplega stutt bil á milli leti og leiðinda og kannski er ég bara krónískur leiðinda letihaugur eða latur leiðindahaugur. Þetta er speki dagsins!

23 maí 2004

Það er kominn nýr bloggari á svæðið Skökku lappirnar Hann segist ekki vera kominn til að vera, en hver veit það svo sem.

Nú er ekkert framundan nema moldviðrið. Það er ekkert í deiglunni og við ekki að fara að gera neitt. Sem sagt ekkert framundan nema vinna og aftur vinna, eitthvað smáfrí í júlí en við erum ekki með nein plön þannig að við verðum bara hér. Er ekki bara að verða kominn tími til að gera eitthvað allt annað? Veit bara ekki alveg hvað það ætti að vera.

Sem betur fer hélt ég áfram í skólanum svona meðfram þessu projekti sem við vorum í þannig að núna á ég bara eftir að taka einn kúrs og byrja að skrifa ritgerðina sem ég er búinn að vera að reyna að byrja á í eitt ár. Ég er búin að vinna í fimm og hálft ár á sama vinnustað þannig að í rauninni er ekkert því til fyrirstöðu að gera eitthvað allt annað. Veit bara ekki enn hvað það ætti að vera. Ég er auðvitað ekki enn búin að prufa að búa í útlöndum eins og ég hef alltaf sagt að ég ætli mér að gera áður en ég hrekk upp af.

En sem sagt mig vantar eitthvað nýtt projekt eða eitthvað til að stefna að. Ætti kannski að skrifa bók um reynslu síðustu ára haha tala við Reyni Trausta og gera samtalsbók (OJ BARASTA). Svona miðað við sumar bækur sem ég hef séð þá gæti ég skrifað fína bók þó ég hafi að vísu aldrei verið dópisti eða fyllibytta. Það háir mér við það geta skrifað bók en þá verð ég bara að finna eitthvað annað
Student Head Explodes


Powered by Blogger