Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 maí 2004

Á vinnustað mínum er skylda að nota stimpilkort. Þessi ágætu kort notar maður til að sanna að mar hafi mætt í vinnuna á réttum tíma og farið heim vel eftir lokun. Þessi kort eru líka notuð til kaupa á salati um miðjan dag til að geta þrifist á vinnustaðnum fram yfir lokun.

Meinvill er þekkt fyrir afburða skipulagshæfileika í annarra þágu. Þessa hæfileika næ ég einhvern veginn ekki að yfirfæra á eigið líf og því kemur stundum fyrir að ég týni út úr höndunum á mér ákveðnum hlutum sem þarf að nota í daglegu lífi. Stimpilkortin eru hluti af þessu og til þess að mæta þeirri kvöð að lenda ekki í "kortlaus maður aftast í röð" (sem er slagorð búið til af fólki sem aldrei týnir neinu) þá brá ég á það ráð að biðja konuna sem sér um að rífa upp salatið og raða á diskana að geyma mitt eðalfína stimpilkort.

Þóttist góð og gleymi nú aldrei kortinu. En lífið er aldrei einfalt. Á vinnustað mínum vinna menn sem vilja ekki borða grænan mat og segjast ekki fá þá fyllingu að þeir nái að endast fram yfir téðan lokunartíma. Þeir fá því bjúgu á allt öðrum stað en ég fæ salatið. Stundum langar mig ekki heldur í grænan mat og skunda þá á bjúgnastaðinn. Þá kemur fyrir að ég uppgötva á síðustu stundu að ég er ekki með stimpilkort og gæti því ekki fengið afhentan bjúgnaskammtinn minn nema fara aftast í röðina þar til allir eru hættir að koma í röð.

Þessu mæti ég með einskærri útsjónarsemi: Ég hef fengið herrann í launadeildinni til að útbúa fyrir mig nýtt kort sérstaklega ætlað bjúgum. Þetta kemur ekki oft fyrir, kannski svona tvisvar til þrisvar sinnum.

Ég hef verið að gera jólatiltekt heima hjá mér og hr.meinvill. Við vorum ekki í stuði síðustu jól fyrir svoleiðis hamagang og nú er að styttast í næstu þannig að ekki er verra að byrja. Í þessari tiltekt hef ég verið að rekast á stimpilkort sem er búið að vera að flækjast eitthvað fyrir mér. Ég set það í töskuna mína en einhvern veginn hef ég verð að rekast á það aftur og aftur.

Í gær hellti ég diet pepsi-i í töskuna mína. Það var gert til að athuga hvort hún læki (hún gerði það ekki). Í hamaganginum við að reyna að bjarga ógreiddum reikninum og gleraugnareseftum úr töskunni rek ég hendina í eitthvað lítið og ferkantað.. ahhn stimpilkortið. Ég dreg það upp.. ahhh aftur eitthvað lítið og ferkantað.. ég dreg það upp.

Þið getið ímyndað ykkur undrun mína þegar ég taldi tíu eða ellefu stimpilkort sem komu úr töskunni. Það hefur einhver SETT þau þar!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger