Eftir mikla spennu og baktjaldamakk hafði deildin loksins sigur! Þetta er búið að taka nokkur ár og við töldum sigurinn vera í höfn á þessu ári þar til við skoðuðum hugmyndir annarra deilda: Ein deildin mætti með lifandi kjúklinga í glerbúri. Önnur deild klæddi 7 mánaða son deildarstjórans í grímubúning og hampaði honum! Mín deild hefur ekki svona úrræði. Við eigum ekki börn (ÓRÓ á stór börn og það virkar ekki í svona) og enn síður dýr. Síðasti fiskurinn dó í vikunni þannig að ekki ekki leit vel út fyrir deildinni minni. EN.. við erum annálað matarfólk! Og á því renndum við inn í keppnina og unnum sigur úr býtum fyrir bestu móttökurnar:
Við unnum því hádegisverðarhlaðborð á einhverjum pizzustað og vorum æði glöð með það, jafnvel þó starfsmenn deildarinnar séu annaðhvort í megrun eða með magabólgur og megi ekki borða neitt sterkt. Við púum á það og mætum hress í pizzurnar:
Við unnum því hádegisverðarhlaðborð á einhverjum pizzustað og vorum æði glöð með það, jafnvel þó starfsmenn deildarinnar séu annaðhvort í megrun eða með magabólgur og megi ekki borða neitt sterkt. Við púum á það og mætum hress í pizzurnar: