Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 mars 2003

Það er góður dagur í dag, ég finn það á mér ;) Úti er sól og alhvít jörð og trén þakin snjó, sannkallaður jólafílingur (í mars)! Við hefðum kannski átt gera það sama og þarna kallinn í Kúbu sem færði jólin fram í mars til þess að bjarga uppskerunni (en þar sem ég hef ekki neina uppskeru þá kannski hefði það virkað hálfskringilega)! Ég gleymdi að óska Auði til hamingju í gær en geri það bara núna í staðinn. TIL HAMINGJU MEÐ ÚTSKRIFTINA AUÐUR!!!!!!!!! Hún var nefnilega að útskrifast sem MASTER í umhverfisstjórnun (held ég hafi klæmst rétt á þessu) frá skoskum háskóla ;)) og nú er bara að vinda sér í doktorinn (hehe hún verður ekki hrifin af þessari uppástungu) ;))
Í gærkvöldi var frænkukvöldið og þar var mikil gleði. 15 frænkur (og fylgifrænkur) mættu og þær voru á öllum aldri. Guðrún (segi ekki hvaða) dró upp gítar og Dedda spilaði af miklum móð (kvartaði samt reglulega undan því að hún kynni ekki að spila en ég bað hana að hætta þessu bulli og segja bara takk þegar við værum að hrósa henni)! Hún spilaði gömul og gild sukkaralög og við sungum af miklum kröftum (aumingja Lilla sat við hliðina á mér og þó hún sé komin í "ellimannakórinn" þá held ég að hún hafi átt í smá erfiðleikum þegar ég söng sem hæst en mamma segir að allir megi syngja með, líka þeir sem ekki halda lagi ;)) ) Þetta var alveg frábært! Við borðuðum mat frá Nings og hann var auðvitað fínn eins og alltaf, Nings klikkar ekki ;) Það besta við svona frænkukvöld er hvað allt er heimilislegt, þarna voru nefnilega 4 Guðrúnir, geri nú hver betur en það (af 15 konum) og samt vantaði alveg fullt af þeim, vantaði meira segja Gunnsuna mína ;)) en ég sýndi þeim bara myndirnar af Vittorino í staðinn ;))
Og núna ætla ég að vinda mér í lærdóminn, er nefnilega að fara að búa til gátlista til að meta námsefni ;))

28 mars 2003

Jæja þá er neminn farinn og ég get farið að vinna mín daglegu störf; skrifa bloggið mitt, lesa Visi og Mbl og fleira (dæs). Það sem helst er fréttum er að rúðuþurrkurnar í bílnum mínu sprungu með hvellli í gær þegar ég var á leið milli HÍ og FA til að læra margmiðlunina (haha náði sem sagt hryllingsprófinu og má því læra meira). En sem sagt þurrkurnar gáfu sig í rigningunni í gær og samkvæmt Bílaverkstæði Bubba þá þarf auðvitað að rífa eitthvað drasl í sundur til að gera við þetta og kaupa heilt stykki þó bara lítill bútur sé farinn (annað dæs). En nóg um það, þar sem enn var rigning í morgun varð ég að gerast jeppamaður (fór í kjól svo enginn mundi ruglast) og bruna á jeppanum. Ekki málið, sat hátt og leit með fyrirlitningu á allar pöddurnar sem keyra á smábílunum sínum um götur bæjarins. Passaði að þeyta aðeins bensíngjöfina á ljósum svo jeppakallarnir við hliðina á mér á Toyota jeppunum sæu að hér færi kona sem vílaði ekkert fyrir sér. Mætti í vinnuna með glæsibrag, hoppaði út úr jeppanum og brunaði inn (ekki á jeppanum heldur labbandi). Ingi kom hlaupandi á móti mér, hann hafði verið í glugganum og sá glæsijeppann koma brunandi og fór auðvitað að spá í hver átti hann, "vissi ekki að þú værir á Jeppa, ég hélt að kannski væri JJ að koma því ég sá ekki manneskjuna mjög vel sem var að keyra svo ég beið til að sjá hver þetta væri. Ökumaðurinn opnaði dyrnar og hvarf síðan"..halló halló ég er EKKI svona L'ITIL..hehe.. Hann sá sem sagt ekki hver keyrði því þegar ég yfirgaf bílstjórasætið sást ég ekki lengur! Lífið er ósanngjarnt!! ;))
Og linsurnar mínar eru tilbúnar og ég er að fara að sækja þær..ofsalega verð ég sæt þá.. haha

úff ég missti heilan dag úr ;) en það var bara svo mikil hlaup hjá mér í gær að ég sat ekkert við tölvuna (og neminn er enn hjá mér og ég læt hann sitja við tölvuna og vinna vinnuna mína hehe) Naw kannski ekki alveg, en það er samt fyndið hvað það tekur mikla orku frá manni að vera með einhvern yfir sér allan daginn og vera stöðugt að útskýra hvað mar sé að gera og hvers vegna og hvað sé ætlunin að gera næst! Úff þetta verður góð helgi ;)
Annars er frænkukvöld í ættinni og það gæti orðið athyglisvert og MB er með matarboð á morgun fyrir þá sem voru að hjálpa til við að flytja (gosh ég ætla að vona að þetta sé ekki svona cover og í rauninni sé hún að flytja aftur og við eigum að fara að bera kassa JÆTES)..hehe nei ég held það sé ekki hætta á því ;)))
og Auður takk fyrir hlý orð í minn garð og ég mun reyna að gera eitthvað annað til að minnka heldur en bera kassa ;))))

26 mars 2003

Mar er bara mættur ELDsnemma í dag ;))) Í dag og næstu tvo á nefnilega Akureyrarneminn að vera hjá mér og ég þori ekki annað en vera mætt til að láta hann hafa eitthvað að gera!! Ég sat í gærkvöldi og horfði á ráðgjafamyndbönd sem ég ætla síðan að láta hann stúdera og gera verkefni (aumingja hann!!).
Ég er búin að vera spjalla við Svíþjóðarliðið síðustu daga og þar er komið sumar, já bara sumar meðan búð er að spá 13-15 stiga frosti hjá okkur næstu helgi.. það er eitthvað dularfullt við þetta allt saman! Annars er að styttast í að við haukurinn förum til London ;))) og þar verður örugglega sumar (í miðju stríði)!
Harðsperrudruslurnar eru alveg að hverfa og ég er að hugsa um að fara að vinna í aukavinnu við að flytja fólk því þetta hlýtur að vera góð hreyfing á miðað við magnið af harðsperrum sem ég fékk!!! Eftir mánuðinn yrði ég orðin grönn og smart úlala....

25 mars 2003

Konan með staurfæturna fer að fá að fara heim tralalalala. Búið að vera erfið dagur svona hreyfingarlega séð en nú sér fyrir endann á þessu þannig að mar er farinn að brosa út í annað ;))
En í morgun brosti ég líka út í bæði því sem betur fer gengur verkefnavinnan í skólanum öllu betur en helv. hryllingsprófið og þær tvær einkunnir sem ég er komin með í viðbót eru 9 og 9,5 (eins gott því hryllingurinn var ekki nema 5,6 jæts og ojbarasta) ;)))
og núna vil ég bara fara heim ;)))

24 mars 2003

Já já þú getur hlegið að þessu en þú hefðir ekki hlegið ef þú hefðir verið á eftir mér í röðinni í Egilsstaðavélinni og úti var 10 metrar á sekúndu!! Þeir sem voru á eftir mér voru ekki glaðir! Hvert skref upp landganginn var nefnilega eins og ég væri að lyfta 20 kg lóðum á hvorum fæti og tók jafnlangan tíma! Hvaða bull er þetta?? Ó jú, hafi þreytan verið yfirgengileg í gær voru harðsperrurnar í svo miklu magni í dag að bara það að brosa útheimti vissan kjark!! Ég er með tvo fætur og þeir hafa einhverja vöðva, upphandleggir hafa líka vöðva, svo og háls og feithryggurinn (mjóhryggur). það er undarlegt hversu miklar harðsperrur er hægt að fá af ekki meira tilefni (tilefnið var svo sem ærið, 7 manna fjölskylda að flytja sig búferlum, hljómar eiginlega eins og sagan gamla "pabbi, mamma, börn og bíll")! Og við höfum ákveðið að við ætlum ekki að flytja í bráð og fara af landi brott ef einhverjum hreinlega dettur í hug að flytja!!!!!!
Haukurinn vildi meina að ég væri asni, vegna þess að það hefði tekið mig 4 mánuði að flytja í seinna skiptið af þessum tveimur sem ég flutti þarna fyrir tveimur árum. Hann vill meina að ég hljóti að hafa haft ástæðu fyrir því að þetta tók svo langan tíma og það hljóti að hafa verið bæði skemmtigildið og þetta með leitina að íþróttageninu!
En svo fór ég til Egilsstaða í dag með Armour. Síðasta ferðin okkar í bili og þar var fínt. Fengum að sjá Gálgahæð og skildum hversvegna bærinn var umskírður í Egilsstaði, virkar nefnilega frekar fráhrindandi að búa á gálgahæð eða hvað það nú var!!!!!!
Núna er bara að taka soldið til undir sigurhressum undirleik Sigurrósar, það er nú akkúrat tónlistin sem hvetur mann til dáða í tiltekt!!!!!!!!!!!!!!!!!

23 mars 2003

Það er þetta með íþróttagenið!! MB heldur því fram að allan okkar vinskap sé hún búin að vera að leita að mínu og annað slagið dettur henni í hug einhverjar frábærar æfingar sem gaman gæti verið að gera og þar með brjótist íþróttagenið fram!! Í dag varð hún til þess að mitt gen (ef það er til) sökk í dvala! Þetta var snilldarhugmynd! Nefnilega að hjálpa henni að flytja af þriðju hæð, bera soldið af kössum og hlaupa léttilega fram og til baka. Já, já ég verð að játa að hugmyndin hljómaði ekki alsæm (hver skyldi hafa trúað að fyrir tveimur árum flutti ég tvisvar á 3 mánaða tímabili og var búin að steingleyma því sem því fylgir). Hugmyndin var sem sagt flott og uppúr ellefu í morgun mættum við haukurinn og byrjuðum að bera (hann vaknaði klukkan 6.30 til að horfa á formúluna þar sem ég var búin að lofa honum í vinnu við flutninga meðan á endursýningu stæði). Fyrstu ferðirnar voru léttar. Hlupum í takt með einn til tvo kassa í fanginu og brostum sætt til hvors annars þegar við mættum í stiganum! Eftir klukkutíma var brosið orðið hálfþreytulegt (auk þess sem fleiri voru mættir til að bera). Klukkutíma eftir það var brosið frosið í hálfgrettu og svitadroparnir hrundu af okkur og við reyndum að hreyfa okkur sem minnst þegar við mættum hinum burðardýrunum af ótta við að það liði yfir þau af líkamslykt okkar og þar með yrði viðkomandi að hætta að bera og við ein eftir. Kaldhæðnishúmorinn var orðinn að einhvers konar löngu sársaukaveini og við vorum hætt að sjá rómantíkina í þessu öllu. Það sem áður var léttilegt skokk í stiganum var nú meira eins og draghaltur maður sem að auki þjáðist af yfirvigt væri að fara um svæðið!! Andlit mitt (sem venjulega er fríðleikinn uppmálaður) var eldrautt og ég minnti helst á Helga Pje. Haukurinn var nú ekki eins slæmur en var samt ekki eins sexý í göngulagi og hann er vanur, meira svona eins og maraþonhlaupari á síðustu metrunum og hann var sko löngu hættur að brosa til mín. Það eiginlega virkaði helst á mig eins og hann sendi mér morðaugnaráð þegar við mættumst en það getur ekki verið!!! Rúmlega sex tímum eftir komu okkar í Breiðholtið vorum við svo illa haldin að við urðum að fá að fara (þá var nú allt eiginlega búið ;)) ). Þegar við komum heim lögðum við bílnum fyrir framan blokkina okkar og svei mér ef hún hafði ekki vaxið um nokkrar hæðir. Þetta virkaði ekki eins og þrjár hæðir, ef smábarnið á annari hæðinni hefði ekki verið að staulast í stiganum þá væri ég eflaust enn að skríða upp, en varð að harka af mér og sýna hetjulund svo blessað barnið hætti ekki göngutilburðum sínum!! Til hamingju með nýja húsið MB og Thor ;))
ps. ekkert íþróttagen og ég henti íþróttafötunum mínum áðan svo ég léti ekki tileiðast í einhvera líkamsræktaróreglu!
psps..mér verkjar meira segja í mjóhrygginn og ég var búin að gleyma að fitubollur eins og ég hefðu svoleiðis, eða heitir það kannski feithryggur þegar mar er orðinn of þungur???


Powered by Blogger