Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 mars 2003

Jæja þá er neminn farinn og ég get farið að vinna mín daglegu störf; skrifa bloggið mitt, lesa Visi og Mbl og fleira (dæs). Það sem helst er fréttum er að rúðuþurrkurnar í bílnum mínu sprungu með hvellli í gær þegar ég var á leið milli HÍ og FA til að læra margmiðlunina (haha náði sem sagt hryllingsprófinu og má því læra meira). En sem sagt þurrkurnar gáfu sig í rigningunni í gær og samkvæmt Bílaverkstæði Bubba þá þarf auðvitað að rífa eitthvað drasl í sundur til að gera við þetta og kaupa heilt stykki þó bara lítill bútur sé farinn (annað dæs). En nóg um það, þar sem enn var rigning í morgun varð ég að gerast jeppamaður (fór í kjól svo enginn mundi ruglast) og bruna á jeppanum. Ekki málið, sat hátt og leit með fyrirlitningu á allar pöddurnar sem keyra á smábílunum sínum um götur bæjarins. Passaði að þeyta aðeins bensíngjöfina á ljósum svo jeppakallarnir við hliðina á mér á Toyota jeppunum sæu að hér færi kona sem vílaði ekkert fyrir sér. Mætti í vinnuna með glæsibrag, hoppaði út úr jeppanum og brunaði inn (ekki á jeppanum heldur labbandi). Ingi kom hlaupandi á móti mér, hann hafði verið í glugganum og sá glæsijeppann koma brunandi og fór auðvitað að spá í hver átti hann, "vissi ekki að þú værir á Jeppa, ég hélt að kannski væri JJ að koma því ég sá ekki manneskjuna mjög vel sem var að keyra svo ég beið til að sjá hver þetta væri. Ökumaðurinn opnaði dyrnar og hvarf síðan"..halló halló ég er EKKI svona L'ITIL..hehe.. Hann sá sem sagt ekki hver keyrði því þegar ég yfirgaf bílstjórasætið sást ég ekki lengur! Lífið er ósanngjarnt!! ;))
Og linsurnar mínar eru tilbúnar og ég er að fara að sækja þær..ofsalega verð ég sæt þá.. haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger