Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 mars 2003

Það er góður dagur í dag, ég finn það á mér ;) Úti er sól og alhvít jörð og trén þakin snjó, sannkallaður jólafílingur (í mars)! Við hefðum kannski átt gera það sama og þarna kallinn í Kúbu sem færði jólin fram í mars til þess að bjarga uppskerunni (en þar sem ég hef ekki neina uppskeru þá kannski hefði það virkað hálfskringilega)! Ég gleymdi að óska Auði til hamingju í gær en geri það bara núna í staðinn. TIL HAMINGJU MEÐ ÚTSKRIFTINA AUÐUR!!!!!!!!! Hún var nefnilega að útskrifast sem MASTER í umhverfisstjórnun (held ég hafi klæmst rétt á þessu) frá skoskum háskóla ;)) og nú er bara að vinda sér í doktorinn (hehe hún verður ekki hrifin af þessari uppástungu) ;))
Í gærkvöldi var frænkukvöldið og þar var mikil gleði. 15 frænkur (og fylgifrænkur) mættu og þær voru á öllum aldri. Guðrún (segi ekki hvaða) dró upp gítar og Dedda spilaði af miklum móð (kvartaði samt reglulega undan því að hún kynni ekki að spila en ég bað hana að hætta þessu bulli og segja bara takk þegar við værum að hrósa henni)! Hún spilaði gömul og gild sukkaralög og við sungum af miklum kröftum (aumingja Lilla sat við hliðina á mér og þó hún sé komin í "ellimannakórinn" þá held ég að hún hafi átt í smá erfiðleikum þegar ég söng sem hæst en mamma segir að allir megi syngja með, líka þeir sem ekki halda lagi ;)) ) Þetta var alveg frábært! Við borðuðum mat frá Nings og hann var auðvitað fínn eins og alltaf, Nings klikkar ekki ;) Það besta við svona frænkukvöld er hvað allt er heimilislegt, þarna voru nefnilega 4 Guðrúnir, geri nú hver betur en það (af 15 konum) og samt vantaði alveg fullt af þeim, vantaði meira segja Gunnsuna mína ;)) en ég sýndi þeim bara myndirnar af Vittorino í staðinn ;))
Og núna ætla ég að vinda mér í lærdóminn, er nefnilega að fara að búa til gátlista til að meta námsefni ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger