Það er þetta með íþróttagenið!! MB heldur því fram að allan okkar vinskap sé hún búin að vera að leita að mínu og annað slagið dettur henni í hug einhverjar frábærar æfingar sem gaman gæti verið að gera og þar með brjótist íþróttagenið fram!! Í dag varð hún til þess að mitt gen (ef það er til) sökk í dvala! Þetta var snilldarhugmynd! Nefnilega að hjálpa henni að flytja af þriðju hæð, bera soldið af kössum og hlaupa léttilega fram og til baka. Já, já ég verð að játa að hugmyndin hljómaði ekki alsæm (hver skyldi hafa trúað að fyrir tveimur árum flutti ég tvisvar á 3 mánaða tímabili og var búin að steingleyma því sem því fylgir). Hugmyndin var sem sagt flott og uppúr ellefu í morgun mættum við haukurinn og byrjuðum að bera (hann vaknaði klukkan 6.30 til að horfa á formúluna þar sem ég var búin að lofa honum í vinnu við flutninga meðan á endursýningu stæði). Fyrstu ferðirnar voru léttar. Hlupum í takt með einn til tvo kassa í fanginu og brostum sætt til hvors annars þegar við mættum í stiganum! Eftir klukkutíma var brosið orðið hálfþreytulegt (auk þess sem fleiri voru mættir til að bera). Klukkutíma eftir það var brosið frosið í hálfgrettu og svitadroparnir hrundu af okkur og við reyndum að hreyfa okkur sem minnst þegar við mættum hinum burðardýrunum af ótta við að það liði yfir þau af líkamslykt okkar og þar með yrði viðkomandi að hætta að bera og við ein eftir. Kaldhæðnishúmorinn var orðinn að einhvers konar löngu sársaukaveini og við vorum hætt að sjá rómantíkina í þessu öllu. Það sem áður var léttilegt skokk í stiganum var nú meira eins og draghaltur maður sem að auki þjáðist af yfirvigt væri að fara um svæðið!! Andlit mitt (sem venjulega er fríðleikinn uppmálaður) var eldrautt og ég minnti helst á Helga Pje. Haukurinn var nú ekki eins slæmur en var samt ekki eins sexý í göngulagi og hann er vanur, meira svona eins og maraþonhlaupari á síðustu metrunum og hann var sko löngu hættur að brosa til mín. Það eiginlega virkaði helst á mig eins og hann sendi mér morðaugnaráð þegar við mættumst en það getur ekki verið!!! Rúmlega sex tímum eftir komu okkar í Breiðholtið vorum við svo illa haldin að við urðum að fá að fara (þá var nú allt eiginlega búið ;)) ). Þegar við komum heim lögðum við bílnum fyrir framan blokkina okkar og svei mér ef hún hafði ekki vaxið um nokkrar hæðir. Þetta virkaði ekki eins og þrjár hæðir, ef smábarnið á annari hæðinni hefði ekki verið að staulast í stiganum þá væri ég eflaust enn að skríða upp, en varð að harka af mér og sýna hetjulund svo blessað barnið hætti ekki göngutilburðum sínum!! Til hamingju með nýja húsið MB og Thor ;))
ps. ekkert íþróttagen og ég henti íþróttafötunum mínum áðan svo ég léti ekki tileiðast í einhvera líkamsræktaróreglu!
psps..mér verkjar meira segja í mjóhrygginn og ég var búin að gleyma að fitubollur eins og ég hefðu svoleiðis, eða heitir það kannski feithryggur þegar mar er orðinn of þungur???
ps. ekkert íþróttagen og ég henti íþróttafötunum mínum áðan svo ég léti ekki tileiðast í einhvera líkamsræktaróreglu!
psps..mér verkjar meira segja í mjóhrygginn og ég var búin að gleyma að fitubollur eins og ég hefðu svoleiðis, eða heitir það kannski feithryggur þegar mar er orðinn of þungur???