Já já þú getur hlegið að þessu en þú hefðir ekki hlegið ef þú hefðir verið á eftir mér í röðinni í Egilsstaðavélinni og úti var 10 metrar á sekúndu!! Þeir sem voru á eftir mér voru ekki glaðir! Hvert skref upp landganginn var nefnilega eins og ég væri að lyfta 20 kg lóðum á hvorum fæti og tók jafnlangan tíma! Hvaða bull er þetta?? Ó jú, hafi þreytan verið yfirgengileg í gær voru harðsperrurnar í svo miklu magni í dag að bara það að brosa útheimti vissan kjark!! Ég er með tvo fætur og þeir hafa einhverja vöðva, upphandleggir hafa líka vöðva, svo og háls og feithryggurinn (mjóhryggur). það er undarlegt hversu miklar harðsperrur er hægt að fá af ekki meira tilefni (tilefnið var svo sem ærið, 7 manna fjölskylda að flytja sig búferlum, hljómar eiginlega eins og sagan gamla "pabbi, mamma, börn og bíll")! Og við höfum ákveðið að við ætlum ekki að flytja í bráð og fara af landi brott ef einhverjum hreinlega dettur í hug að flytja!!!!!!
Haukurinn vildi meina að ég væri asni, vegna þess að það hefði tekið mig 4 mánuði að flytja í seinna skiptið af þessum tveimur sem ég flutti þarna fyrir tveimur árum. Hann vill meina að ég hljóti að hafa haft ástæðu fyrir því að þetta tók svo langan tíma og það hljóti að hafa verið bæði skemmtigildið og þetta með leitina að íþróttageninu!
En svo fór ég til Egilsstaða í dag með Armour. Síðasta ferðin okkar í bili og þar var fínt. Fengum að sjá Gálgahæð og skildum hversvegna bærinn var umskírður í Egilsstaði, virkar nefnilega frekar fráhrindandi að búa á gálgahæð eða hvað það nú var!!!!!!
Núna er bara að taka soldið til undir sigurhressum undirleik Sigurrósar, það er nú akkúrat tónlistin sem hvetur mann til dáða í tiltekt!!!!!!!!!!!!!!!!!
Haukurinn vildi meina að ég væri asni, vegna þess að það hefði tekið mig 4 mánuði að flytja í seinna skiptið af þessum tveimur sem ég flutti þarna fyrir tveimur árum. Hann vill meina að ég hljóti að hafa haft ástæðu fyrir því að þetta tók svo langan tíma og það hljóti að hafa verið bæði skemmtigildið og þetta með leitina að íþróttageninu!
En svo fór ég til Egilsstaða í dag með Armour. Síðasta ferðin okkar í bili og þar var fínt. Fengum að sjá Gálgahæð og skildum hversvegna bærinn var umskírður í Egilsstaði, virkar nefnilega frekar fráhrindandi að búa á gálgahæð eða hvað það nú var!!!!!!
Núna er bara að taka soldið til undir sigurhressum undirleik Sigurrósar, það er nú akkúrat tónlistin sem hvetur mann til dáða í tiltekt!!!!!!!!!!!!!!!!!