Þá er ég búin að gleðja skoðunarmanninn hjá skoðuninni. Hann var svo glaður þegar hann sá blaðið frá Frumherja um að ég hefði fullt leyfi til að vera með græn afturljós á eðalvagninum. Hann sagðist aldrei hafa séð svona blað fyrr og fékk leyfi til að ljósrita það í bak og fyrir. Svona er ég mikill gleðigjafi, geng um að gleð fólk um allt. Hann setti bláan miða á bílinn í staðinn og gaf honum ís fyrir að vera svona duglegur!
Um helgina benti vinkona mín mér á þá ágætu staðreynd að ástæðan fyrir óheyrilega miklum vandræða gangi mínum síðustu daga væri eflaust bara af stressi. Það hnussaði auðvitað í mér því ég er ekki stressuð kona, þó ég sé hætt að sofa og sé að verða komin með magasár. Ég gat hinsvegar ekki hætt að hugsa þetta og ákvað á endanum að fara að ráðum hennar og hætta við febrúar útskrift og stefna frekar að júní. Mér létti svo mikið að þetta var fyrsta nóttin í nokkrar vikur sem ég svaf í einum dúr án þess að vakna við minnstu hljóð í íbúðinni. Nú þarf ég bara að hafa samviskubit yfir vinnunni og tölfræðinni og það er í fínu lagi ;)
Um helgina benti vinkona mín mér á þá ágætu staðreynd að ástæðan fyrir óheyrilega miklum vandræða gangi mínum síðustu daga væri eflaust bara af stressi. Það hnussaði auðvitað í mér því ég er ekki stressuð kona, þó ég sé hætt að sofa og sé að verða komin með magasár. Ég gat hinsvegar ekki hætt að hugsa þetta og ákvað á endanum að fara að ráðum hennar og hætta við febrúar útskrift og stefna frekar að júní. Mér létti svo mikið að þetta var fyrsta nóttin í nokkrar vikur sem ég svaf í einum dúr án þess að vakna við minnstu hljóð í íbúðinni. Nú þarf ég bara að hafa samviskubit yfir vinnunni og tölfræðinni og það er í fínu lagi ;)