Móðurbróðir minn, Diddó, dó í gær. Hann var 59 ára gamall. Ég hef ekki umgengist hann í mörg ár en mér þótti mikið vænt um hann þegar ég var barn. Hann var svo stór og hlýr og hávær. Alveg eins og afi. Það var eins og allt lifnaði við þegar hann kom inn í heimsókn. Í minningunni finnst mér hann alltaf hafa verið brosandi og það var alltaf sól þegar ég fór vestur. Nema þetta eina skipti þegar ég fór og var veðurteppt því það var ekki flogið að vestan. Samt var gott veður í minningunni.
18 nóvember 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka