Afskaplega leið Skakka vel í morgun. Hann sendi SMS fyrir allar aldir með þeim fréttum að hann hefði náði fréttum á RÚV í morgun (og sem ég skrifa þetta sendir hann auðvitað annað SMS því við erum svo vel tengd). Hann er ægilega glaður því hann er fréttaþyrstur maður og einhvern veginn þá missti hann traustið á fréttamanni heimilisins (Meinvill) eftir að mér láðist að senda honum fréttir af gosinu. PHUH það voru ekki fréttir í mínum augum og þess vegna datt það úr dagleglegu yfirliti sem inniheldur bara HELSTU fréttir (ef ég man eftir að kveikja á viðurkenndum fréttatímum). OlliPolli sendi honum hinsvegar fréttir af gosinu og því fékk ég spurningu næsta dag: "Olli segir að það sé farið að gjósa í Grímsvötnum!!!!!" Ég verð að viðurkenna að ég varð að hugsa mig um smástund áður en ég sendi svar "já ég held að það sé rétt hjá honum". Ég hef hinsvegar sent honum samviskusamlega fréttir af öllum morðum og öðrum óhugnaði sem átt hefur sér stað meðan hann er að heiman. Svona er fréttamat heimilisins mismunandi!
16 nóvember 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka