Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 nóvember 2004

Það eru allir á fljúgandi ferð í kringum mig þessa helgi: Skakki kemur heim og gerir það fljúgandi, foreldrarnir fara til Skotlands og Skjaldbökusystirin fer í fylgd Eddu til að heimsækja Betu og Filippus bekkjarfélaga minn! Ég verð heima! Sunnudagurinn fer í að klára helv. tölfræðiverkefnið sem á að skila næsta miðvikudag og síðan á að skila skýrslunni sjálfri 8 des. Alveg að koma að þessu bara. Mikið verð ég fegin þegar þetta er búið. Próf á SPSS í næstu viku. YAKK. Ef ég næ ekki því prófi þá fæ ég ekki að fara í aðalprófið. Gallinn við þetta allt saman er að kennararæflarnir sem kenna á tölvuna eru of klárir til að kenna svona ræflum eins og mér sem skilja þetta bara alls ekki. Í gærkvöldi voru allir að fara á taugum og kepptust við spyrja: hvar sé ég öryggismörkin...hvar sé ég prósentudreifinguna... hvernig veit ég að þetta á að vera 0,001 en ekki 0,005... os framvegis. Þeir svöruðu engu. Ég fékk meira út úr því að hlera hvað allir hinir voru að gera heldur en hlusta á þá. Svo sat ég eftir og djöflaðist frameftir kveldi og það skilaði smá..en ekki miklu. Ég er fegin að framtíð þessa lands hvílir ekki á tölfræði þekkingu minni

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger