Ég var komin út á óguðlegum tíma í morgun. Ástæðan er tilfallandi snjókoma í sveitinni mér til mikillar ánægju (not). Nágranni minn var byrjaður að skafa sinn bíl hátt og lágt þegar mig bar að og ég, kurteis kona, bauð góðan daginn. Hann varð all æstur og veinaði eitthvað sem ég heyrði illa í gegnum vindinn og föroysku ullarhúfuna mína. 'Eg hváði því við og sannfærðist endanlega um að þessi nágranni minn er ekki með öllum mjalla. Hann hoppaði æstur í kringum bílinn sinn og veinaði "meiri snjó, meiri snjó svo ég komist á skíði".
Það þarf ekki að orðlengja það að ég virti hann ekki viðlits meira en flýtti mér að skafa bílinn minn og bruna í burtu. Ef það snjóar meira legg ég álög á þennan mann því þetta sem ég sá í morgun var greinilega SNJÓDANSINN!!!!
Það þarf ekki að orðlengja það að ég virti hann ekki viðlits meira en flýtti mér að skafa bílinn minn og bruna í burtu. Ef það snjóar meira legg ég álög á þennan mann því þetta sem ég sá í morgun var greinilega SNJÓDANSINN!!!!