Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 nóvember 2004

Meinvill á ferð með STAR
Þar sem það er útborgunardagur í kókosbollusjoppunni (já ég er farin að vinna með Nornunum) þá brá Meinvill undir sig betri fætinum og fór með STAR út að borða. Við gerum það gjarna á útborgunardögum. Þar sem allir í STAR (nema Meinvill) eru í megrun var ákveðið að fara á megrunarbúllu og af öðrum ólöstuðum þá ber KFC höfuð og herðar yfir aðrar, þannig að þangað fórum við. Og þar sem allir eru í megrun (nema Meinvill) þá komu allir labbandi í vinnuna í morgun (nema Meinvill) og því var brunað í nýskoðaða bílnum á KFC.
Ferðin:
Meinvill keyrir og pírir augun á móti sólinni. Útvarpið er lágt stillt svo hún heyri hvað verið er að slúðra í aftursætinu. Hún keyrir og keyrir.
Armour: Hey, Meinvill geturðu lækkað?
Meinvill byrjar að fikta í sólskyggninu.
Armour: Hey geturðu lækkað aðeins?
Meinvill reynir að laga sólskyggnið
Armour: Hey ertu ekki til í að lækka aðeins?
Meinvill reynir enn að laga sólskyggnið og tautar svo:
Þetta er sólin, hvernig get ég lækkað hana?

Fliss úr aftursætinu
Armour: Útvarpið, kjáninn þinn, ÚTVARPIÐ.. ekki sólina!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger