Í dag er gleðidagur í fyrirtækinu. Það gengu hér um menn og konur og afhentu öllum svippubönd og síðan eiga allir sem hafa "stjóri" í starfsheitinu sínu að svippa fyrir deildina sína. Í minni deild eru eintómir stjórar haha en þetta er nú samt erfiðara en það sýnist. Hvernig fór mar að því að svippa heilan dag án þess að svitna hér áður fyrr? Einu pásurnar sem mar tók var til að taka upp húllahring og húlla eða bregða sér í teyjó eða snúsnú. Ég svippaði 10 svipp og var að örmögnun komin, brjóstin búin að vindast á bak við eyrun og fæturnir skjögrandi. Held kannski að ég hafi verið í betra ásigkomulagi fyrir öld síðan þegar ég var barn!!!!!
11 maí 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka