Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 maí 2004

Eeeitttt laaag eeennnn... ekta... það er ógeð þegar svona nokkuð er spilað í údmarpinu þegar mar er á leið í vinnu. Þetta er stílað til að fara beint á heilann hjá fólki sem á sér einskis ills von og svo er verið að söngla þetta ógeð fram eftir degi, eða bara línan snýst inni í hausnum á manni.. HJÁÁÁLLLLP!

Aníveis, hr.meinvill er kominn með þessa fínu spelku og getur nú varla hreyft sig um íbúðina, hvað þá tekið lengri túra! Hann hefur mikla löngun til að fá sér GPS tæki en ég benti honum á að ef hann rati ekki um íbúðina geti hann fengið sér spotta og rakið sig eftir honum með því að halda í bandið. Góð lausn og ódýr. Hann taldi mig vera aula því hann ætlar að nota GPS tækið útivið, en ég er ekki auli, hann kemst varla yfir planið og ekki þarf hann GPS tækið þar? Það er varla að það komi þokuský úr lofti þannig að yfirleitt sér mar bílana mjög vel.

Það er nornakvöld í kvöld. Það verður haldið í nýrri íbúð vesturbæjarnornarinnar en hún var að flytja í aðra íbúð skammt frá þeirri sem hún áður bjó í. Hún heldur sig auðvitað við Vestubæinn enda hefði verið voðinn vís ef hún hefði farið að flytja í annað hverfi og eyðileggja þar með heilaga áttun okkar nornanna. Breiðholtsnornin gerði þetta líka þegar hún flutti, bara nokkur hús alveg í sama radíus.

Annars er ég hreinlega að gefast upp á því að vera til því ég er svoooooo þreytt. haldið þið að það geti verið að það séu þessar göngur sem hafa svona áhrif á mig? Nú er ég farin að skunda um útkjálkabæinn sem ég bý í með heddfón á hausnum og nýja tæki hr.meinsvills á bringunni. Kemst hratt og örugglega yfir en það er miklu leiðinlegra að labba svona einn alltaf! En það er hinsvegar ekki eins tímafrekt eins og að labba með öðrum, það er vandlifað í þessum heimi.

Varðandi heddfón, þá á ég eina litla sögu. Ég get verið örlítið utan við mig á köflum og eitt skipti þurfti ég að fara í undirfyrirtæki míns ágæta fyrirtækis og skipta mér eitthvað af vinnubrögðum sem voru viðhöfð þar. Það gekk ekki betur en svo að viðkomandi starfsmaður gat ekki náð sambandi við tölvubúnaðinn sem ég var að skipta mér af. Ég varð því að hringja í tölvudeildina sem ég gerði af mikilum skörungsskap. Ég setti á mig handfrjálsa búnað starfsmannsins sem ég var að reyna að hjálpa og hringdi í tölvudeildina. Búnaðurinn er eitthvað apparat sem mar skellir á hausinn og talar svo af miklum móð.. nema.. ég heyrði ekkert.. ég kallaði halló, halló en ekkert gerðist. Þá heyri ég eitthvað lítið tíst fyrir aftan mig, ég lít við og situr þá ekki starfsmaðurinn í keng af hlátri og getur ekki horfst í augu við mig.

Ég horfi grunsemdaraugum á hana um leið og ég held áfram að ná sambandi við téða tölvudeild og áfram heldur starfsmaðurinn áfram að tísta. Ég segi höstuglega,
"hvað í fjandanum er að þér?"
Nema greyið bendir á heddbúnaðinn sem ég er með svo hátignarlega á höfðinu og stynur upp:
"Þú ert með þetta öfugt!"

Frúin var sem sagt með hedddraslið á hvolfi og náði því engu sambandi.. var að reyna að tala í heyrnartólið og með það sem tala á í við eyrað..

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger