Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 maí 2004

það er verið að grilla handa mér pylsur! Leiðrétting: Hr. Meinvill er að grilla sér pylsur og ætlar að gefa mér líka þótt ég sé alltaf að tala illa um pylsur og segist ekki vilja éta þennan óþverra.. hehe stundum verður mar bara að draga í land með yfirlýsingagleðina!


Fór kringum Vífilstaðarvatn í gær og í morgun líka. Þurfti að hlaupa góðan spotta því á einum stað við vatnið er þvílík mergð af flugum að ég hélt ég yrði étin í morgunmat.. að þegar leitarsveit yrði kölluð út að leita að mér þá lægi beinagrindin mín hreinhvít og sleikt á göngustígnum. Djöfuls ógeð. Þegar fólk er með gleraugu þá er ekki hægt að ganga í svona flugnageri því þær fara á milli augna og glerjanna og eru svo heimaskar að þær komast ekki út aftur! Ein flaug í eyrað og ég var viss að ég þyrfti til læknis til að kroppa hana út aftur DJÖFULS ÓGEÐ!

Ég slapp hinsvegar og sit núna í öllu mínu veldi og et grillaða pylsu með osti. La vita bella!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger