Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 maí 2004

Klukkan 22.43 í gærkvöldi hringdi síminn. Það var læknirinn sem búið var að reyna að ná af allan daginn. Þetta var fyrsti lausi tíminn hans og klukkan ekki langt frá miðnætti. Betra seint en ekki!

Hann tjáði hr.meinvill það að hann yrði að mæta fyrir allar aldir næsta morgun (í dag) til að fá spelkur á hnéð. Það væri búið að boða spelkusérfræðing á staðinn og hann mundi smíða þetta apparat samviskusamlega utan um hnéð á hr.meinvill. Síðan ætti hann að vera á hækjunum í sex vikur!

Sumarið verður spennandi fyrir hr.meinvill, það fer ekki á milli mála.

Það sem ég er hins vegar að spá í er þetta: Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að læra til læknis? Þeir eru með lengri vinnutíma en iðnaðarmenn. Jú það er rétt þeir eru með hvelv. hátt kaup en er það ekki bara eðlilegt ef mar vinnur 16-18 tíma á dag?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger