Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 janúar 2004

Jæja, þá er Molaskinnið komið heim. Hann fékk að fara heim eftir fjögur í gær. Hann hélt þar áfram að sofa og hósta. Síðan fór hann að hressast og um átta var hann búinn með hálfa smáskyr sem er það fyrsta sem hann borðar síðan á laugardag. Vildi að ég væri svona matgrönn haha Þá yrði mar nú slank og fínn.

Ég er búin að vera í ham í vinnunni og senda skammir út af ótrúlegustu hlutum sem verið hafa að pirra mig undanfarið ár. Jamm einmitt, undanfarið ÁR. Nú var það bara allt tekið í einni ferð og klárað. Aumingja deildarstjórarnir voru í sjokki og nokkrir spurði mig hvort ég hefði vaknað svona illa haha Það er eins gott að nota ferðina þegar mar er í ham.

Var svo þreytt í morgun að ég hreinlega meikaði varla að fara á fætur. Ef ég var svona þreytt hvernig ætli systur minni hafi þá liðið? Ég er þó búin að fá minn svefn að undanförnu meðan hún hefur legið á bedda á sjúkrahúsinu. Hún hlýtur að vera örmagna.

Annars dreymdi mig fjallgöngur og vesen. Ég var búin að finna fínt raðhús sem var í byggingu hjá Vermundi vini mínum. Þetta var rándýrt en fermetrinn kostaði samt bara 3.900 krónur sem er MJÖG ódýrt. Hauknum leist samt ekkert á þetta. Fannst þetta vera of langt útúr og of stórt og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var samt ekkert langt út úr, bara í einhverju nýju hverfi fyrir utan alls hins byggilega, en halló fyrir 3.900 krónur fermetrann??????

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger