Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 janúar 2004

Úff, í gær var erfiður seinni partur hjá okkur systrum og enn erfiðara hjá Gullmolanum. Hann er nefnilega búinn að vera svo hundlasinn að við fórum saman með hann á Heilsugæsluna til að láta líta á hann. Hann var bara í móki og kveinkaði sér stöðugt. Ægilegt að sjá litla greyið. Læknirinn reyndi að skoða hann en Molinn tryllist þegar hann sá hlustunarpípuna og á endanum sagði læknirinn að við yrðum að fara niður á Bráðavakt barna og fá lungnamynd. Þegar við komum þangað var honum kippt fram fyrir alla hina því hann var svo lasinn og eftir margra tíma pikk og pot var ákveðið að leggja hann inn yfir nóttina. Hann er með lungnabólgu og kannski RS vírus og tekur ekki upp nóg súrefni. Hann var látinn í einangrun í nótt en það var meira vegna annarra barna því ef ungbörn smitast af þessum RS vírus getur það verið lífshættulegt.

Ég talaði við Gunnu rétt áðan og hann á að vera amk aðra nótt því þeir eru ekki sáttir við hvað hann er að taka upp lítið súrefni. Litla skinnið. hann var allur í leiðslum og dóti þegar ég fór um miðnæti í gær.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger