Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 maí 2003

Búin að setja upp athugasemdakerfi sem ég vona að komi til með að virka og fólk noti ;)) Búinn að vera smá höfuðverkur að finna kerfi og fá það til að virka rétt og síðast en ekki síst fá á það íslenskt heiti en það er í höfn!!!!

Í gær fórum við út að borða á Galileo. Við Marín vorum að halda upp á 100 ára stúdentaafmælið okkar og leyfðum Hauknum og Þór að koma með. Maturinn var auðvitað hryllilega góður eins og alltaf en ég fékk mér auðvitað hálfmána eins og mér hættir til þegar ég fer á svona staði ;)))) Næsta föstudag er síðan boð seinni hluta dagsins hjá FB þar sem okkur er boðið sem virðulegum ellismellum, nokkuð skemmtilegt eða hvað? ;))

Annars er ég í þunglyndi þessa dagana og ekkert djók með það! Börn.is deildin er farin í sumarfrí og tekur ekki fleiri inn fyrr en eftir verlsunarmannahelgi, þetta er nú eiginlega ekki fyndið! Þannig að staðan á þessum málum er sú að ekkert kemur til með að gerast fyrr en í fyrsta lagi í september (ef við komust að því þá verður sprengja þegar allar hinar kellurnar eru að reyna að komast að eftir sumarlokunina)! Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, það er alveg á hreinu. Mér er auðvitað sagt að vera ekki að stressa mig neitt (enn hefur þó enginn bent mér á að fá mér hund eða kött sem ku vera vinslæt að benda pörum á sem eiga í samskonar erfiðleikum því þá fara allir að slaka á (samkvæmt þessum kenningum) og þá..voila..kraftaverkin gerast)!!
Djöfulsins kjaftæði!!!
Skil ekki alveg hvernig hundar eða kettir ættu að geta lagað skerta líkamlega getu, hvað þá að svoleiðis kvikindi yrðu til að ég slakaði á! Nei ég mundi hafa sífelldar áhyggjur af því hvar í fjandanum kvikindin hefðu verið að vaða í alls kyns drullu sem þau bæru inn á mitt tandurhreina heimili (jamm ég veit að það er ekki tandurhreint en jakk...tilhugsunin veldur mér ómældri klígju) ;)) Annað sem er vinsælt að benda fólki á er að fara og ættleiða því þá undantekningarlaust eignast fólk sjálft barn að einu eða tveimur árum liðnum! Jamm right!! Ég þekki nokkra sem hafa ættleitt og get ekki séð að neitt hafi gerst, ef það hefur gerst þá hefur það farið frekar hljótt! Og svo er það ekki einfalt að ættleiða, ekki nóg með gífurlegann kostnað heldur þarf fólk að hafa verið gift í 3 ár. Púff, nokkuð fyndið samt. Segjum að fólk hafið búið saman í 10 ár, eigi góða íbúð, séu bæði í góðum stöðum þá skiptir það samt ekki máli því giftingarvottorðið vantar! Auðvitað verða að vera reglur, ég geri mér grein fyrir því en sumar reglur eru furðulegar!
Ég er sem sagt í tuðskapi þennan ágæta sunnudag í maí. Í gær átti Unnur vinkona mín afmæli og ég gleymdi að hringja í hana, skamm, skamm, skamm..en segi hér með Til hamingju með afmælið Unnur!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger