Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 maí 2003

Í gær tók ég þá örlagaríku ákvörðun að sleppa leikfiminni og fara beint heim og í garðinn. Þar af leiðir fékk ég ekki vigtun þannig að það verður að bíða í viku enn. Þetta var samt rétt ákvörðun því það sem ég var látin gera var á við góðan erobik tíma; ég fékk hrífu og ásamt her manns var ég að tæta mosann úr grasinu! Jamm einmitt, mosann sem er vafinn í grasið, hann þurfti að fjarlægja. Að vísu truflaði hann mig ekki neitt en hann truflaði frúnna sem er yfirstjórnandi garðsins (sú eina sem nennir að vinna í honum). Þar sem ég sleppti leikfiminni þá gat ég byrjað á réttum tíma en ekki klukkutíma seinna og var það auðvitað hið besta mál og er því ekki komin í mínusstöðu hjá frúnni!!!!
Síðan brunaði ég í Ópavoginn til Hrefnu á smíðanámskeið. Þar var ég rosa dugleg og naglalakkaði mig og er því glæsileg í dag. Við vorum ekki margar mættar en þó ég, marín, murta, harpa og auðvitað hrefna ;)) Þetta var mjög fínt, tókum á helstu atburðum líðandi stundar (hver er að fara til útlanda og hvenær) og ræddum komandi atburði (hver ætti afmæli næst og hvort við fengjum partý)!!
Nú er ég mætt í vinnuna í nýja pilsinu mínu og er flottust af öllum (það sagði spegillinn mér þegar ég spurði, hann hikaði að vísu en virtist svo taka í sig kjark og sagði það sem ég vildi heyra). Í hádeginu þarf ég að fara í smá móttöku þar sem einn hópur er að útskrifast. Búinn að kaupa freyðivín (keypti svo lítið að það tekur því varla að ræða það) og kokkurinn var svo elskulegur að búa til svona marsipanbita (pínku pínku litla) og ætlar að dippa jarðarberjum í súkkulaði. Ægilega flott ;))
Síðan er það ellismellastúdentinn íkvöld ;) Við Marín erum búnar að skipuleggja það þvílíkt flott. Við erum sem sagt ekki viss um að við þekkjum neinn þannig að varaplanið er bíóferð á "how to loose a guy". Mamma hennar gaf henni tvo fríðmiða og sagði að þeir væru sérstaklega ætlaðir okkur tveimur og auðvitað förum við þá ;))) En sem sagt erfiður dagur framundan ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger