Til hamingju með afmælið Halldór
Minn ástkæri bróðir á sem sagt ammæli í dag og þar sem hann er greinilega að heiman á ammilinu sínu verð ég bara að byrja með að senda kveðju hér ;)
Ég skrópaði í leikfiminni í morgun ;((( ekki gaman en ég vaknaði klukkan 6.30 í morgun og var eiginlega tilbúin að fara en gat svo bara ekki fengið af mér að skilja haukinn eftir sofandi einan heima í rúmi þannig að ég fór bara í tölvuna og lagði kapal!!! Ég skal samt viðurkenna að ég fékk samviskubit í smátíma en hristi það svo af mér og fór með gunnsunni og Vittorino í húsdýragarðinn. Þar drusluðumst við í smá tíma í skítakulda, skoðuðum svínin og geiturnar og fleira. Gunnsunni fannst ég ekki fyndin þegar við vorum að horfa á akfeitt svín reyna með erfiðismunum að standa upp og ég hvíslaði að henni að svona væri ég þegar ég stæði upp (satt samt)!! Svo forðuðum við okkur út því þar var svo sterk lykt þarna (fýla) og henni fannst eitthvað fyndið að ég sagðist ekki vera þessi "búgarðatýpa". En hey það eru nú ekki margir dem geta hreykt sér af því að hafa farið í vist sem ráðskona og enst í heila 3 daga (oj ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um hænsnakvikindin sem ég átti að sinna)!!!!
Síðan drifum við okkur í Kringluna því Vittorino hefur svo gaman að henni (ekki við, við gerðum þetta bara fyrir hann)!!!!!
Í gær fór haukurinn í sveinagilli hjá Tóta, gott hjá honum að hafa klárað ;)) Þetta var víst heljarinnar partý en haukurinn og Olli eru gleðipinnar og voru komnir heim klukkan rúmlega 1 (hehe)
Við Marín gerðum að vísu gott betur því þegar ég kom heim til mín klukkan 19.35 í gærkveldi vorum við búnar að fara í ellismellastúdentaafmæli og fara í bíó og sjá "how to loose a guy in 10 days"... geri aðrir betur því við vorum að vinna til 4 og myndin er rúmlega 2 tíma löng!!!!!
Í fyrramálið er svo nornakvöld í Keflavíkinni (nornabrunch að þessu sinni)!
Minn ástkæri bróðir á sem sagt ammæli í dag og þar sem hann er greinilega að heiman á ammilinu sínu verð ég bara að byrja með að senda kveðju hér ;)
Ég skrópaði í leikfiminni í morgun ;((( ekki gaman en ég vaknaði klukkan 6.30 í morgun og var eiginlega tilbúin að fara en gat svo bara ekki fengið af mér að skilja haukinn eftir sofandi einan heima í rúmi þannig að ég fór bara í tölvuna og lagði kapal!!! Ég skal samt viðurkenna að ég fékk samviskubit í smátíma en hristi það svo af mér og fór með gunnsunni og Vittorino í húsdýragarðinn. Þar drusluðumst við í smá tíma í skítakulda, skoðuðum svínin og geiturnar og fleira. Gunnsunni fannst ég ekki fyndin þegar við vorum að horfa á akfeitt svín reyna með erfiðismunum að standa upp og ég hvíslaði að henni að svona væri ég þegar ég stæði upp (satt samt)!! Svo forðuðum við okkur út því þar var svo sterk lykt þarna (fýla) og henni fannst eitthvað fyndið að ég sagðist ekki vera þessi "búgarðatýpa". En hey það eru nú ekki margir dem geta hreykt sér af því að hafa farið í vist sem ráðskona og enst í heila 3 daga (oj ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um hænsnakvikindin sem ég átti að sinna)!!!!
Síðan drifum við okkur í Kringluna því Vittorino hefur svo gaman að henni (ekki við, við gerðum þetta bara fyrir hann)!!!!!
Í gær fór haukurinn í sveinagilli hjá Tóta, gott hjá honum að hafa klárað ;)) Þetta var víst heljarinnar partý en haukurinn og Olli eru gleðipinnar og voru komnir heim klukkan rúmlega 1 (hehe)
Við Marín gerðum að vísu gott betur því þegar ég kom heim til mín klukkan 19.35 í gærkveldi vorum við búnar að fara í ellismellastúdentaafmæli og fara í bíó og sjá "how to loose a guy in 10 days"... geri aðrir betur því við vorum að vinna til 4 og myndin er rúmlega 2 tíma löng!!!!!
Í fyrramálið er svo nornakvöld í Keflavíkinni (nornabrunch að þessu sinni)!