Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 maí 2003

Íþróttaálfurinn er búin að fara í eróbikið og stóð sig eins og hetja. Hljóp að vísu í kringum pallinn í örvæntingu við að skilja sporin en síðan voru æfingar með lóðum þar sem bara átti að standa kjurr og lyfta upp í loftið, það var auðvelt og ég nærri missti mig af gleði ;)

Í gær var spilað á golfvelli í fyrsta sinn..wow gaman gaman nú verð ég bara að fá mér járn svo ég geti farið að spila (svoan er ég orðin flink bara farin að tala um járn og grín og tí og solleis) Hins vegar var hittnin ekkert sérstök. Á á par3 velli (hljóma ég ekki vel) hitti ég að meðaltali 5 yfir pari..ekki gott, hefði kannski náð skmammarverðlaunum en verð samt að segja að í gær var fyrsta kvöldið sem ég fékk ekki í bakið þannig að þetta er allt að koma.

Gott hjá þér Harpa að vera komin með bloggsíðu, en þú gleymdir að skrifa slóðina þannig að ég gat ekki grafið hana upp. Ég sat hérna og prufaði ýmsar útfærslur en ekkert virkaði þannig að ég verð að bíða ;))

Og svo er bara að fara að kjósa..það er svo fínt veður að ég get varla beðið eftir því setja xið mitt á blað.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger