Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 janúar 2005

Aumingja Molinn er búinn að vera sárlasinn í dag. Svona leit hann út þegar frænkan fór í sjúkraheimsókn:14 janúar 2005

Ég var á nornafundi í gær! Spilin segja að ýmislegt sé að gerast á þessu ári hjá mér: Sameining tveggja, aðskilnaður, almenn leiðindi og ég fer í stríð. En árinu lýkur vel! Nú veit ég ekki hvort ég á almennt að láta mér kvíða fyrir þessum ósköpum eða bara láta eins og ekkert sé og kaupa mér stríðsvopn?

Óvenju þreytt í bakinu í dag. Enda er ég búin að labba þingmannaleið til að dreifa ýmsum leiðbeiningum varðandi símana og klukkan er bara rétt 8.30. Ég er að spá í nýrri aðferð til hreyfingar. Þar sem gólfflötur fyrirtækisins er huges þá ætla ég að labba svona þrisvar sinnum á klukkutíma rösklega fram og aftur um hæðina. Þarf bara að þykjast hafa einhver spennandi verkefni svo fólk taki ekki eftir frúnni er hún strunsar hjá af miklum móð. Heyrði í forstjóranum í útvarpinu í morgun þar sem hann fór mikinn og sagði frá því að húsið er 28 þúsund fermetrar. Ég varð bara allþreytt við tilhugsunina.

13 janúar 2005

Þá erum við búin að skoða ALLAR bílasölur í Reykjavík. Eða það fannst mér í gærkvella. Hvernig stendur á því að fólk hefur GAMAN að því að skoða á bílasölum? Er þetta kannski sama fólkið og er alltaf að skoða fasteignablaðið og fer jafnvel og skoðar íbúðir þó það ætli ekkert að kaupa? En nú ætla ég aðeins að tuða yfir bílasölum!

Nú er vetur og það þýðir það að það leggst snjór yfir bílana. Upplýsingar um bílanana (verð og ástand) er yfirleitt hengt upp í framrúðuna. Nú hefði maður ætlað að sölumenn á bílasölum VILDU ólmir SELJA bíla en svo virðist ekki vera. Það er nefnilega mjög algengt að yfir framrúðunum liggi þykk snjóhella þannig að ekki er hægt að sjá upplýsingar sem eiga að hvetja til sölu. Mér er spurn, hvað gera bílasalar? Sitja þeir bara á rassinum og bíða eftir að fólk komi og segi "ég ætla að fá þennan bíl" og hirða þá sölulaunin? Er það ekki söluhvetjandi að hafa söluupplýsingar (verðmiða) þannig að væntanlegur kaupandi sjái hvað varan kostar? En þeim er auðvitað vorkunn, það er svo assgoti kalt að auðvitað nenna þeir ekkert út fyrir upphitaðar skrifstofur sínar þar sem þeir geta beðið eins og köngulær efftir viðskiptavinum.

12 janúar 2005

Bauð mér í heimsókn í gærkvella í Stórholtið. Ástæðan var sú að mig langaði að horfa á kapphlaupið mikla. Mér fannst ekki eins mikið til um eins og ég hafði verið búin að búa mig undir. Ég hélt í fávisku minni að þetta væri erfiðara og flóknara en auðvitað er það ekki eins áhorfendavænt eins og að sjá pörin hreyta ónótum í hvert annað. Fannst alveg brilljant þegar liðið fór að væla yfir því að það væri ekki fyrir að sofa í tjöldum. Til hvers sækir fólk um að fara í svona ævintýraferð ef það ætlar að sofa á 5* hóteli allan tímann? Annars hafði ég gaman af þessu nema auðvitað vælinu í stjórnmálamönnunum fyrir þáttinn um það hversu mikil landkynning þetta væri og blablabla. Þeir nota hvert tækifæri til að troða sér í sjónvarpið. Svo er alveg sama hvað er gert þessa dagana það er "svo mikil LANDKYNNING". Mikið djöfull er ég farin að hata þetta orð LANDKYNNING. Hvað er þetta með mikilmennskubrjálæði Íslendinga og LANDKYNNINGU?

Þarf að skamma Hrönnsu og geri það hér með. Hún er að kynda upp í jeppanum í Skakka. Hann er ekki búinn að tala um annað en Hrönnsu með veskið á hnjánum. Og er sestur við að skoða jeppaauglýsingar og hringja í bifvélavirkjann föður minn. Úff ég vaknaði þrisvar í nótt og rauk fram á stigapall til að gá hvort bílinn væri ekki á sínum stað sem hann reyndist jú vera. Ekki það að ég komi til með að sakna þessa bíls, nei alls ekki og langar líka í jeppa. Hey ég ætti kannski að þakka Hrönn en ekki skamma hana? Er ég ekki bara fínasti Ragnar Reykás?

11 janúar 2005

Afskaplega getur janúar verið erfiður þrátt fyrir allt! Ég er bara að niðurlotum komin og það er annar dagur vikunnar í dag, huh. Veit ekki hvernig ég verð að kveldi föstudags með þessu áframhaldi! Það er nefnilega alger synd finnst mér þegar mar er svo þreyttur að mar nýtur ekki helgarinnar.

Skakki prufaði nýja gastækið sitt í gærkvella og bjó til krembrúllei fyrir Sævar og Guðnýju (og Emblu ofkors). Þegar þau voru farin hvarf hann og ég heyrði eitthvað undarlegt suð. Ég gekk á hljóðið og þá stóð hann í myrkrinu og æfði sig með gastækið. Er hann að verða bilaður eða er þetta normal hegðun fyrir vélvirkjabakara? Spyr sá sem ekki veit. Annars fékk hann SMS síðla nætur frá Sævari sem sagðist vona að hann væri með hiksta. Emblu fannst nefnilega sykursæta brúlleiið MJÖG gott og virkaði það MJÖG vel í því að halda henni frá svefni haha Svona er að vera barnlaus, mar getur leyft sér að eyðileggja nætursvefn annars fólks sem á börn (illgirnislegt glott)

10 janúar 2005

Helgarnar eru farnar að styttast! Alla vega þá var þessi helgi í styttra lagi og ég er DAUÐþreytt!! Tók saman allt jóla draslið í gær og það er bara full vinna. Afhverju er ekki eins gaman að taka saman skrautið eins og setja það upp?

Á föstudaginn hittum við Baunana en þau eru smám saman að flytja heim aftur. Fyrst 2/3 af þeim og restin eða 1/3 í apríl. Það var gaman að sjá þau, litla daman lék á alls oddi og bræddi frændahjartað í Skakka þannig að ekki verður aftur snúið. Hann meira lagði á sig að fara í heimsókn á sunnudagsmorgni bara til að heilsa upp á hana.

Ég er þreytt og ætla ekki að skrifa meira núna


Powered by Blogger