Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 janúar 2005

Bauð mér í heimsókn í gærkvella í Stórholtið. Ástæðan var sú að mig langaði að horfa á kapphlaupið mikla. Mér fannst ekki eins mikið til um eins og ég hafði verið búin að búa mig undir. Ég hélt í fávisku minni að þetta væri erfiðara og flóknara en auðvitað er það ekki eins áhorfendavænt eins og að sjá pörin hreyta ónótum í hvert annað. Fannst alveg brilljant þegar liðið fór að væla yfir því að það væri ekki fyrir að sofa í tjöldum. Til hvers sækir fólk um að fara í svona ævintýraferð ef það ætlar að sofa á 5* hóteli allan tímann? Annars hafði ég gaman af þessu nema auðvitað vælinu í stjórnmálamönnunum fyrir þáttinn um það hversu mikil landkynning þetta væri og blablabla. Þeir nota hvert tækifæri til að troða sér í sjónvarpið. Svo er alveg sama hvað er gert þessa dagana það er "svo mikil LANDKYNNING". Mikið djöfull er ég farin að hata þetta orð LANDKYNNING. Hvað er þetta með mikilmennskubrjálæði Íslendinga og LANDKYNNINGU?

Þarf að skamma Hrönnsu og geri það hér með. Hún er að kynda upp í jeppanum í Skakka. Hann er ekki búinn að tala um annað en Hrönnsu með veskið á hnjánum. Og er sestur við að skoða jeppaauglýsingar og hringja í bifvélavirkjann föður minn. Úff ég vaknaði þrisvar í nótt og rauk fram á stigapall til að gá hvort bílinn væri ekki á sínum stað sem hann reyndist jú vera. Ekki það að ég komi til með að sakna þessa bíls, nei alls ekki og langar líka í jeppa. Hey ég ætti kannski að þakka Hrönn en ekki skamma hana? Er ég ekki bara fínasti Ragnar Reykás?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger