Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 janúar 2005

Ég var á nornafundi í gær! Spilin segja að ýmislegt sé að gerast á þessu ári hjá mér: Sameining tveggja, aðskilnaður, almenn leiðindi og ég fer í stríð. En árinu lýkur vel! Nú veit ég ekki hvort ég á almennt að láta mér kvíða fyrir þessum ósköpum eða bara láta eins og ekkert sé og kaupa mér stríðsvopn?

Óvenju þreytt í bakinu í dag. Enda er ég búin að labba þingmannaleið til að dreifa ýmsum leiðbeiningum varðandi símana og klukkan er bara rétt 8.30. Ég er að spá í nýrri aðferð til hreyfingar. Þar sem gólfflötur fyrirtækisins er huges þá ætla ég að labba svona þrisvar sinnum á klukkutíma rösklega fram og aftur um hæðina. Þarf bara að þykjast hafa einhver spennandi verkefni svo fólk taki ekki eftir frúnni er hún strunsar hjá af miklum móð. Heyrði í forstjóranum í útvarpinu í morgun þar sem hann fór mikinn og sagði frá því að húsið er 28 þúsund fermetrar. Ég varð bara allþreytt við tilhugsunina.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger