Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 janúar 2005

Afskaplega getur janúar verið erfiður þrátt fyrir allt! Ég er bara að niðurlotum komin og það er annar dagur vikunnar í dag, huh. Veit ekki hvernig ég verð að kveldi föstudags með þessu áframhaldi! Það er nefnilega alger synd finnst mér þegar mar er svo þreyttur að mar nýtur ekki helgarinnar.

Skakki prufaði nýja gastækið sitt í gærkvella og bjó til krembrúllei fyrir Sævar og Guðnýju (og Emblu ofkors). Þegar þau voru farin hvarf hann og ég heyrði eitthvað undarlegt suð. Ég gekk á hljóðið og þá stóð hann í myrkrinu og æfði sig með gastækið. Er hann að verða bilaður eða er þetta normal hegðun fyrir vélvirkjabakara? Spyr sá sem ekki veit. Annars fékk hann SMS síðla nætur frá Sævari sem sagðist vona að hann væri með hiksta. Emblu fannst nefnilega sykursæta brúlleiið MJÖG gott og virkaði það MJÖG vel í því að halda henni frá svefni haha Svona er að vera barnlaus, mar getur leyft sér að eyðileggja nætursvefn annars fólks sem á börn (illgirnislegt glott)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger