Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 janúar 2005

Þá erum við búin að skoða ALLAR bílasölur í Reykjavík. Eða það fannst mér í gærkvella. Hvernig stendur á því að fólk hefur GAMAN að því að skoða á bílasölum? Er þetta kannski sama fólkið og er alltaf að skoða fasteignablaðið og fer jafnvel og skoðar íbúðir þó það ætli ekkert að kaupa? En nú ætla ég aðeins að tuða yfir bílasölum!

Nú er vetur og það þýðir það að það leggst snjór yfir bílana. Upplýsingar um bílanana (verð og ástand) er yfirleitt hengt upp í framrúðuna. Nú hefði maður ætlað að sölumenn á bílasölum VILDU ólmir SELJA bíla en svo virðist ekki vera. Það er nefnilega mjög algengt að yfir framrúðunum liggi þykk snjóhella þannig að ekki er hægt að sjá upplýsingar sem eiga að hvetja til sölu. Mér er spurn, hvað gera bílasalar? Sitja þeir bara á rassinum og bíða eftir að fólk komi og segi "ég ætla að fá þennan bíl" og hirða þá sölulaunin? Er það ekki söluhvetjandi að hafa söluupplýsingar (verðmiða) þannig að væntanlegur kaupandi sjái hvað varan kostar? En þeim er auðvitað vorkunn, það er svo assgoti kalt að auðvitað nenna þeir ekkert út fyrir upphitaðar skrifstofur sínar þar sem þeir geta beðið eins og köngulær efftir viðskiptavinum.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger