Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júlí 2007

SM vinkona mín var að hlæja að því áðan að sumarið 2007 verður sumarið sem við munum eftir um komandi ár. Held að það sé alveg rétt hjá henni.

Staðan er hinsvegar mjög fín. Best að setja bara nýjustu fréttir hér svona ef ég skyldi ekki ná af öllum áður en ég fer. Pabba líður eftir atvikum mjög vel. Hann er sestur upp og er farinn að fá te og svona dót sem honum finnst ekki gott (haha). Hann lét þó hafa eftir sér "að ég fer kannski ekki að vinna alveg strax og ég kem heim"!!! No sjitt Sherlock, held að það sé alveg á hreinu. Læknarnir segja að það geti verið að hægt verði að flytja hann heim eftir 10-15 daga. Úff það væri óskandi. Það er reiknað með að hann fari af gjörgæslunni á morgun og yfir á almenna deild þar sem hann verður í einhverja daga og svo þarf hann að vera einhverja daga í Flórenz áður en það má flytja hann. Það er að segja ef við höfum skilið þetta allt rétt.

Ég fer til Milano á morgun og þaðan yfir til Flórenz. Það var nú alltaf á planinu að fara til Flórens en samt ekki alveg svona. Kem svo heim með mömmu og Molann um miðja næstu viku. Gunz verður eftir í Flórenz þar sem tungumálaerfiðleikarnir eru aðalmálið. Það er bara einn læknir sem talar ensku og hann er bara við á einhverjum sértökum tíma dagsins. Hinir tala bara ítölsku og ef þeir mæta skilningsleysi þá tala þeir bara hraðar. Einmitt!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger