Furðulegt hverning gleði og sorg getur haldist í hendur. Hérna er ég alveg í skýjunum yfir fréttunum af Yun í Kína og um leið algerlega á botninum vegna pabba á Ítalíu. Honum líður eftir atvikum vel, vaknaði smá stund í gær og Gunz fékk að sjá hann augnablik. Þetta undirstrikar allt sem ég hef verið að prédika undanfarið, maður á að njóta lífsins í dag, ekki geyma þar til á næsta ári eða eftir 5 ár eða hvað það nú er því maður veit ekki hvað getur gerst til að breyta öllum plönum. Já og takk allir sem hafa hringt og sent kveðjur, það skiptir miklu máli ;)
Varðandi Yun þá fengum við nýjar fréttir í gær. Hún hefur stækkað um 4cm frá því í apríl og þyngst um 800 grömm. Hún getur nú talað örfá orð og vill láta halda á sér ef hún sér kunnuga. Hún leikur við önnur börn og finnst mest gaman að leika sér við leikafanga GSM. Sem sagt upprennandi bisness kona. Við fengum engar myndir þannig að við verðum bara að láta hinar duga. Ég get bara ekki beðið þar til við förum til Kína.
Varðandi Yun þá fengum við nýjar fréttir í gær. Hún hefur stækkað um 4cm frá því í apríl og þyngst um 800 grömm. Hún getur nú talað örfá orð og vill láta halda á sér ef hún sér kunnuga. Hún leikur við önnur börn og finnst mest gaman að leika sér við leikafanga GSM. Sem sagt upprennandi bisness kona. Við fengum engar myndir þannig að við verðum bara að láta hinar duga. Ég get bara ekki beðið þar til við förum til Kína.