Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 júlí 2007

Best að birta slóðina með skiptitöskunum flottu. Þegar nornirnar í Charmed eru með svona töskur þá hljóta þetta að vera tískutöskur hihi En þetta eru ofsa flottar töskur (og dýrar) og eftir að hafa legið á netinu í hálft ár og stúderað þær þá er ég næstum því alveg örugglega viss um að það eru ekki margar búðir sem selja þær í Evrópu og þær sem gera það eru bara með tvær til þrjár töskur. En litirnir eru allir svo flottir að það skiptir engu máli finnst mér. Ég lagði af stað upp með að mig langaði í þessa rauðu sem heitir sunset dragon roll en hún er úr nýjustu línunni og þess vegna MUN dýrari en hinar sem eru samt dýrar. Tengdó keypti mína í Osló og í þeirri búð voru til tvær töskur; eldri gerð og nýjasta týpan sem kostaði heilum 1000 krónum norskum meira en sú sem keypt var!
hér er hönnuðurinn en hún selur ekki online, selur bara til verslana
og hér er danska netverslunin sem ég var með til vara ef Osló gengi ekki upp og töskurnar eru undir pusletilbehör
Ein ammerísk sem er með netsölu er þessi og þar er rauða taskan á forsíðu ;) Ástæðan fyrir því að ég pantaði ekki frá þeim er að mér fannst þeir taka soldið mikið í sendingargjöld en þeir taka lágmark 50 usd en þá er hún svo sem á svipuðu verði og ég borgaði fyrir mína en það eiga náttúrulega eftir að bætast við íslensk tollgjöld

En þetta eru svo flottar töskur ;) og þó daman verði ekki lengi með bleyju þá fylgir henni bara ýmislegt annað; dót og föt og svoleiðis.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger