Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 október 2006

Í gær fór ég líka í grillveislu upp í sveit. Á búgarði. Það var geysimikið fjör. Fullt af börnum og hundum og einn lítill kisulingur sem skaust á milli fóta á mönnum. Þarna voru líka hestar og þegar teymt var undir börnunum var mér boðið að fara líka. Ég afþakkaði. Hef komist þessi ár án þessa að hafa nokkurn tíma stigið á bak svona kvikyndi og hef ekkert hugsað mér að breyta því.

Hlustaði líka á sérfræðing í ættleiðingum viðra skoðanir sínar á ástandinu í Kína (hversu seint allt gengur) og komst að því að ég er allsendis ósammála honum. Hah öðru vísu mér áður brá. Hér áður hefði ég bara samþykkt það sem maðurinn sagði, hann er jú sérfræðingur. Í dag er ég búin að lesa svo mikið af efni frá ýmsu fólki allstaðar að úr heiminum að ég hef myndað mér eigin skoðun og hún á bara ekkert skylt við skoðanir hans. Og ég var bara nokkuð ánægð með það. Svona fer upplýsingaöldin með mann, maður getur bara ráðið því sem maður trúir!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger